Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 22
Magnús Grímsson:
Geysir og Strokkur
Magnús Grimsson var fæddur á Lundi í Lundárreykjadal 3. júní 1825; voru foreldr
ar hans Grímur, síðar bóndi á Grimsstöðum í Reykholtsdal (f. í júlí 1791, d. 10. marz
1854), Steinólfsson, bónda á Hvanncyri í Andakíl, og kona hans Guðrún (f. um 1802,
d. 29. apríl 1836). dóttir séra Þórðar Jónssonar, cr prestúr var á Lundi 1815—1833.
Magnús settist í Bessastaðaskóla haustið 1842 og var þar fjóra vetur, hélt síðan áfram
námi við Reykjavíkurskóla og brautskráðist þaðan vorið 1818. En um haustið settist
hann í prestaskólann og lauk þar prófi 22. júlí 1850. Dvaldist síðan um fimm ára
skeið í Reykjavík við ýmisskonar ritstörf, unz hann var vígður prestur að Mosfelli í
Mosfellssveit 2. september 1855. Þár lézt hann 18. janúar 1860.
Sumarið 1846 réðst Magnús, ásamt skólabróður sínttm Bjarna Einarssyni Thorlacius
frá Saurbæ í Eyjafirði, fylgdarmaður erlendra náttúrufræðinga, er hingað komu til
þess að kanna landið. Ferðuðust þeir fyrst um Kjalarnes, Borgarfjörð og austur að
Reykjum í Ölfusi. En héldu síðan úr Reykjavík sem lcið liggur austur á Þingvöll,
um I.augardal, Biskupstungur, Hrcppa og austur að Heklu, er gosið hafði Jtá um vet-
urinn. Síðan fóru þeir norður Sprengisand og allt til Mývatnssveitar. Næsta vetur ritaði
sVo Magnús nokkurar smágreinir um athuganir sínar frá sumrinu varðandi land- og
náttúrufræði. Ekkert af því hcfur þó vcrið prentað ncma lýsing hans af Sprengisandi.
er birtist í 7. árg. Nýrra félagsrita. En veturinn 1848 tók Magnús sig til og ritaði sain-
fellda ferðasögu frá sumrinu 1846. f inngangi lætur hann þcss getið, að hún sé samin
að ósk útgcfanda Þjóðólfs, er þá var að hefja göngu sína og átti hún að koma í blað-
inu. Inn í ferðasöguna fellir Magnús svo smágreinir þær, er hann hafði áður ritað
og cykur við sumar þeirra. En fcrðasagan kom aldrei í Þjóðólfi, hvað sem valdið hefur.
Eiginhandrit höf. er geymt í Landsbókasafni (JS 543 8vo) og hefur eigi vcrið prentað
fyrr en nú, að ferðasagan kemur í riti þeirra Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar:
Hiakningar og heiSavegir II. Þó eru felldir þar niður smákaflar, og þar á meðal grein
sú. er hér birtist.
Kyntii Magnúsar Grímssonar af hinuin erlendu náttúrufræðingum sumarið 1846
tuðu til þess, að Kristján konungur áttundi veitti honum lítils háttar fjárstyrk til
jrrðfraðirannókna sumarið 1848. Fór Magnús það sumar um Kjósar- og Borgarfjarðar-
sýslu og ritaði síðan allýtarlega lýsingu af Kjósarsýslu og suður og efra hluta Borgar-
fjarðarsýslu, sem geymd cr í Landsbókasafni JS 122 4to, og í IB 72 fol. er einnig lýsing
Magnúsar af Revkjancsskaga 1847. — Þorvaldur Tboroddsen hefur í Landfræðisögu