Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 19
SUNNLENZKA SÍLDIN í LJÓSI RANNSÓKNANNA 161 25°W drift away, whereas about 90% o£ those launched between 25° and 26°W drift away. 'Lhis is due to a divergence o£ current, the majority of the water masses stream- ing northward along the west coast of Iceland diverging out into the Danmark Strait ai thc Iccland-Greenland ridge, where only a smaller part continues along the coast" (hls. 42).l Ég þekki engar athuganir, sem gerðar hafa verið eftir árið 1946, er haggi þessum niðurstöðum. Síðan spyr ritstjórinn dr. Táning: En finnst yður ekki geta átt sér stað, að sumt af þeim seiðum fari út í hringstrauminn hér vestur af flóanum og berist frá landinu? Svarið er: „Ég hef aldrei orðið var við, á rannsóknarferðum mínum hér vestur í hafinu út af Faxaflóa, að þar hali verið síldarseiði. Svo ég er ekki trúaður á, að Jrar sé uppeldis- svæði síldar. En að sjálfsögðu get ég ekkert fullyrt um það, þar eð Jretta mál er lítt rannsakað . . .“ Mér var líka fullkunnugt um það, að síldarseiði hafa ekki fundizt í hafinu vestur af landinu. Hitt er annað mál, að á því er mjög eðli- leg skýring. Veiðitæki okkar við þessar rannsóknir, seiðaháfurinn, vii'ðist ekki geta náð síldarseiðum, sem eru yfir 25 mm að lengd, vegna spretthörku þeirra; þau geta flúið netið. Þetta er augljóst, ef við athugum stærðardreifingu fiskiseiða, sem í Jietta net veiðast. Ég hef hér valið gögir frá Færeyjum, vegna þess að þau eru fullkomnari en íslenzku gögnin, og höfum við dr. Táning báðir rannsakað út- breiðslu fiskiseiða jrar. Hann hefur rannsakað síldarseiði, ég sand- sílisseiði. Stærðardreifing seiðanna var sem hér segir (í %): Stærðarflokkar mm < 10 10-14 15-19 20-24 > 25 Fjöldi Síldarseiði 8.4 69.2 18.7 2.9 0.9 ' 698 Sandsílisseiði 59.0 29.6 7.7 2.9 0.8 6970 Þessar hlutfallstölur sýna, að veiðitækið er einkar óhentugt, ef fiska á eftir seiðuni, sem eru ylir 20 mm að lengd, en þeirri stærð munu Jiau að jafnaði hafa náð, er þau hafa borizt til úthafs. Fleiri gild rök má færa til stuðnings þessari ályktun. Þannig getur 1) Annað svæði, þar sem mikið bcr á þvi að straumflöskur reki burt frá ströndinni, liggur út a£ Vestfjörðum. Einnig á þessu svæði er þetta mjög algengt fyrirbæri, og á það scrstaklcga við um þær flöskur sem fjærst ströndinni var varpað í sjóinn. Út af Látra- bjargi berast til úthafs um 70% flasknanna, sent kastað var á svæðinu milli 24° og 25° v. 1., og 90% þeirra, sem kastað var milli 25° og 26° v. 1. Þetta á rót sína að rekja til þess að hafstraumurinn kvíslast, megin hluti hans rennur norður með vesturströnd íslands og beygir út í Grænlandshaf við hrygginn milli íslands og Grænlands, en minni álma heldur áfram meðfram ströndinni. NáttúrufrœÖingurinn, 4. hefti 1950 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.