Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 16
158 N ÁT TÚRUFRÆBINGURINN við hlutfallstölur. Hitt getur engu síður komið til álita, að stofninn sé það veigalítill, að veikur árgangur megi sín í samanburði. Virðist sú skýring sennilegust í þessu tilfelli eins og sýnt mun verða. Einkennilegt er ósamræmið í aldursdreifingu Faxasíldar sumarið 1945 og Kleppsvíkursíldar veturinn eftir. Eins og sjá má af línurit- inu, ber hér sáralítið á 1939-„árganginum“, og „árgangarnir“ 1942 og 1943 eru sterkari en 1941. Aldursdreifing Hvalfjarðarsíldarinnar og útsævarsíldarinnar (7. mynd) sýnir gjörla, að enginn þessara „ár- ganga“ er sterkur. Sú staðreynd, að „árgangur 1941“ er árið 1945 nærri jafnsterkur eina ríkjandi árganginum, sem í aflann hafði bætzt síðan 1935 (árg. 1939), bendir eindregið í þá átt, að þá hafi síldar- stofninn verið kominn neðarlega í öldudal, því að einsætt virðist að árgangur 1941 var veigalítill. Aflatregðan árin 1946 og 1947 þarf að mínu áliti ekki frekari skýringar við. En síðan hefst annar kapítuli í sögu Faxaflóasíldarinnar. Stofninn fer að rétta við, og rná fylgja þeirri þróunarsögu. Fyrsta stig batans sést á aldursdreifingu Kleppsvíkursíldarinnar. Hér eru nær einvörð- ungu ungir „árgangar" á ferð, „árgangarnir" 1941, 1942 og 1943. Þessi síld virðist enn ekki hafa blandazt til hlítar eldri hluta stofns- ins, til þess bendir lág hlutfallstala 1939-,,árgangsins“. Á líkt fyrir- bæri var áður minnzt. Annað stigið er það, að í þennan unga stofn bætast nú tiltölulega sterkir árgangar frá sumrinu 1943 og vorinu 1944. Þetta eru þeir árgangar, er ég hef nefnt Hvalfjarðarárganga, vegna þess að þeir mynduðu'uppistöðuna í Hvalfjarðarveiðinni. Nú hafði stofninum vaxið megin. Þriðja stigið er loks tilkoma hinna veigamiklu árganga frá sumrinu 1944 og vorinu 1945, en þeir koma til gagns vorið 1949, urðu strax meginstoð aflans og eru það enn. Lengra verður þessi þróunarsaga ekki rakin að sinni. Af þessum lieimildum má því glögglega ráða, að endurnýjun stofnsins gerist í fjórum áföngum. Klakiðheppnast vel sumarið 1943. og enn nokkru betur vorið 1944 (hlutfallsstyrkleiki vorgotssíldar- innar er meiri en sumargotssíldar). Sumarið 1944 klekst annar sterki árgangurinn og vorið 1945 hinn. Ég hef þá lokið frásögn minni af heimildum um árgangaskipun Faxaflóasíldarinnar síðustu árin, og þeim ályktunum, er ég dreg af þeim. Er mér loks skylt að geta þess, að Árni Friðriksson telur þá fjóra árganga, er ég einkum lief gert að umtal.sefni, S-1943, V-1944. S-1944 og V-1945, einn árgang, er hann nefnir árgang 1944 (sbr. Mgbl. 4. febr. 1950).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.