Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 16
158 N ÁT TÚRUFRÆBINGURINN við hlutfallstölur. Hitt getur engu síður komið til álita, að stofninn sé það veigalítill, að veikur árgangur megi sín í samanburði. Virðist sú skýring sennilegust í þessu tilfelli eins og sýnt mun verða. Einkennilegt er ósamræmið í aldursdreifingu Faxasíldar sumarið 1945 og Kleppsvíkursíldar veturinn eftir. Eins og sjá má af línurit- inu, ber hér sáralítið á 1939-„árganginum“, og „árgangarnir“ 1942 og 1943 eru sterkari en 1941. Aldursdreifing Hvalfjarðarsíldarinnar og útsævarsíldarinnar (7. mynd) sýnir gjörla, að enginn þessara „ár- ganga“ er sterkur. Sú staðreynd, að „árgangur 1941“ er árið 1945 nærri jafnsterkur eina ríkjandi árganginum, sem í aflann hafði bætzt síðan 1935 (árg. 1939), bendir eindregið í þá átt, að þá hafi síldar- stofninn verið kominn neðarlega í öldudal, því að einsætt virðist að árgangur 1941 var veigalítill. Aflatregðan árin 1946 og 1947 þarf að mínu áliti ekki frekari skýringar við. En síðan hefst annar kapítuli í sögu Faxaflóasíldarinnar. Stofninn fer að rétta við, og rná fylgja þeirri þróunarsögu. Fyrsta stig batans sést á aldursdreifingu Kleppsvíkursíldarinnar. Hér eru nær einvörð- ungu ungir „árgangar" á ferð, „árgangarnir" 1941, 1942 og 1943. Þessi síld virðist enn ekki hafa blandazt til hlítar eldri hluta stofns- ins, til þess bendir lág hlutfallstala 1939-,,árgangsins“. Á líkt fyrir- bæri var áður minnzt. Annað stigið er það, að í þennan unga stofn bætast nú tiltölulega sterkir árgangar frá sumrinu 1943 og vorinu 1944. Þetta eru þeir árgangar, er ég hef nefnt Hvalfjarðarárganga, vegna þess að þeir mynduðu'uppistöðuna í Hvalfjarðarveiðinni. Nú hafði stofninum vaxið megin. Þriðja stigið er loks tilkoma hinna veigamiklu árganga frá sumrinu 1944 og vorinu 1945, en þeir koma til gagns vorið 1949, urðu strax meginstoð aflans og eru það enn. Lengra verður þessi þróunarsaga ekki rakin að sinni. Af þessum lieimildum má því glögglega ráða, að endurnýjun stofnsins gerist í fjórum áföngum. Klakiðheppnast vel sumarið 1943. og enn nokkru betur vorið 1944 (hlutfallsstyrkleiki vorgotssíldar- innar er meiri en sumargotssíldar). Sumarið 1944 klekst annar sterki árgangurinn og vorið 1945 hinn. Ég hef þá lokið frásögn minni af heimildum um árgangaskipun Faxaflóasíldarinnar síðustu árin, og þeim ályktunum, er ég dreg af þeim. Er mér loks skylt að geta þess, að Árni Friðriksson telur þá fjóra árganga, er ég einkum lief gert að umtal.sefni, S-1943, V-1944. S-1944 og V-1945, einn árgang, er hann nefnir árgang 1944 (sbr. Mgbl. 4. febr. 1950).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.