Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1 myncl. Hafstraumar í Norður-Atlantshafi samkvicint rannsóknum F. Hermanns. (liftir H. E.: Euphausiacéa (1945)). Fyrstu athuganir mínar á íslenzkri síld byggðust allar á gögnum, sem Árni Friðriksson, forstjóri Fiskideildar, liefur látið safna á undanförnum árum. Hefur hann komið íslenzkri gagnasöfnun í það horf, að hún er sambærileg við það, sem tíðkast með öðrum þjóðum, er leggja stund á fiskirannsóknir. Árni hefur á þessu sviði unnið merkilegt brautryðjendastarf. Um ályktanir hans geta hins vegar ávallt verið skiptar skoðanir, því að fræðimenn eru ekki alltaf sam- mála um, hvernig skilja beri gögnin. Vísindalegar rökræður munu smám saman greiða úr slíkum skoðanamun. í upphafi rannsókna minna leiddi ég rök að því, að nauðsyn bæri til að greina skýrt milli vorgots- og sumargotssíldar, meðhöndla þessa kynstofna sem hreinar einingar, vegna þess að annars leiddu aldursathuganir til rangra og mjög villandi ályktana. Sundurgrein- ing þessara síldarkynstofna reyndist meiri erfiðleikum bundin en ég eða aðrir höfðu gert sér grein fyrir, og það var ekki fyrr en sumarið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.