Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 20
162 N ÁT TÚRUF RÆ ÐINGURINN dr. Táning 137 athnganastöðva fyrir Norður- og Austurlandi, á ár- urium 1924—1934, en hvergi varð síldarseiða vart á þessum stöðum, nema tvær nýskriðnar sumargotssíldarlirfur fundust undan Mel- rakkasléttu sumarið 1933. Mætti því af þessum athugunum draga þá ályktun, að síldarseiði bærust alls ekki norður og austur fyrir land, ef beitt er sömu rökum og dr. Táning beitir. Loks má geta þess að rannsóknirnar í Grænlandshafi voru einkum gerðar í júlí og ágúst, en það er á þeim tíma, er vorgotsseiðin eru orðin stærri en svo, að þau náist í netin, en sumargotsseiðin eru ennþá í námunda við hrygningarstöðvarnar. Síðan ég setti fram þá skoðun, að uppvaxtarsvæðisins myndi eink- um að leita í Grænlandshafinu, hefur mér ekki gefizt þess kostur, að gera neinar rannsóknir á þeim slóðum. Hins vegar kynnti ég mér rannsóknir Norðmanna á norsku ungsíldinni, þegar ég dvaldist í Bergen á síðastliðnum vetri, ef vera kynni að til hliðstæðu mætti benda. Mér varð það ánægjuefni, að Finn Devold hafði komizt að sömu niðurstöðum varðandi uppvöxt norska stofnsins. Hann hafði gert ýtarlegar athuganir á árgangastyrk ungsíldarinnar við Noregs- strönd, og borið hann saman við árgangastyrk hins hrygnandi stofns nokkrum árum síðar. Hefði meginhluti norska stofnsins vaxið upp innfjarða, átti hér að sjást greinilegt samræmi. En því var ekki til að dreifa. Að fráteknum einum árgangi (árg. 1904), sem reyndist mjög sterkur bæði í ungsíldinni og hinum hrygnandi stofni, voru árgang- arnir ýmist miklu veikari eða sterkari, án jiess að um nokkra reglu væri að ræða. Þessar niðurstöður kollvarpa eldri kenningum. Megin- hluti norska stofnsins hlýtur að vaxa upp fjarri ströndinni. A síðastliðnu sumri tókst Finn Devold að færa endanlegar sönnur á jiessa ályktun. Frá því er skýrt í nýútkomnum fiskveiðiritum, að með Asdictæki því, sem rannsóknarskipið G. O. Sars er búið, hafi Finn Devold tekizt að finna víðáttumiklar kræðutorfur í úthafi, allt að 200 sjómílur frá ströndinni. í erindi sem getið er í „Fiskaren" (14. sept. 1950) segir Devold, að enginn vafi geti leikið á því lengur, að aðeins lítið brot seiðastofnsins norska lifi í námunda við ströndina.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.