Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 5
SUNNLENZKA SÍLDIN í LJÓSI RANNSÓKNANNA 147 2. mynd. Hrygningarsvæði (svört strik og punktar) og straumflutningur nátt- lampans Meganyctiphanes norvegica. (Ur H. E.: Eu- phausicea (1945)). 1949, að mér tókst að vinna bug á þeim. Hef ég nýlega ritað ýtarlega ritgerð um það efni: „Racial Analyses of Icelandic Herrings by Means of the Otoliths“, og varðandi frekari rökstuðning á þessari skoðun vil ég leyfa mér að vísa til hennar. llýst ég ekki við því, að nauðsynin á skýrri aðgreiningu kynstofnanna verði framar vefengd. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að megin árgangar Hvalfjarðarafl- ans voru sumargotssíld frá sumrinu 1943 og vorgotssíld, er klaktist vorið 1944. í erindi mínu á fundi Náttúrufræðifélagsins gat ég þess sérstaklega, að svo virtist, sem samræmi væri í árgangsstyrk sumar- gotssíldar eitt ár og vorgotssíldar árið eftir. Mun ég síðar víkja nánar að þessu atriði. Síðastliðið ár (1949) safnaði ég umfangsmestu gögnum varðandi sunnlenzku síldina, sem nú eru í eigu Fiskideildar, athugaði um 7000 síldir á tímabilinu maí-desember. Rannsóknin leiddi þegar í ljós, að ástandið í sunnlenzka stofninum liafði gerbreytzt frá því að Hvalfjarðarveiðarnar voru stundaðar. Seint á árinu 1948 eða vorið 1949 komu tveir nýir árgangar á grunnmið, sumargotssíld frá 1944 og vorgotssíld frá 1945, og þessir árgangar voru hlutfallslega sterkari en við höfðum nokkurntíma áður reynt um árganga í sunnlenzka stofninum. Þegar sýnt var að árgangar þessir héldu styrk sínum, bað ég Valtý Stefánsson ritstjóra, sem er einn þeirra fáu áhrifamanna íslenzkra, er skilning hafa á gildi fiskirannsókna óg gera sér far um að kynna sér niðurstöður þeirra, að geta þessara merkilegu tíðinda og hvetja íslenzka útgerðarmenn til þess að hrinda af stað veiðitil-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.