Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 37
UM ÍSLENZKAR RÁNFUGLALÝS 179 ar nálægt 2500 tegundir, en þó mun það sennilega ekki vera nema nokkur liluti þeirra tegunda, sem til eru. Þegar ég árið 1932 hóf rannsóknir mínar á íslenzku dýralífi, voru alls þekktar 16 ákvarðaðar tegundir naglúsa frá íslandi, 13 þeirra af fuglum og 3 af spendýr- um. Hér við bætti Chr. Overgaard 23 öðrum tegundum í grein sinni „Mallopliaga and Anoplura“ í „Zoology of Iceland“ árið 1942, en þessar nýjungar byggðust að mestu leyti á lúsasafni, sem ég hafði komið mér upp á íslandi fyrir stríðið. Um nokkrar þessar tegundir liafði ég auk þess þegar skrifað árið 1936. Árið 1947 gaf Eichler út lýsingu á nýrri lúsategund úr safni mínu, og lifir sú lús á íslenzka svaninum. Auk þess hef ég sjálfur síðan 1949 getað bætt 26 nýjum lúsategundum við tölu áður þekktra íslenzkra dýrategunda, en af þessum 26 tegundum hafa 7 hvergi fundizt áður. Samtals eru nú þannig þekktar 66 tegundir af íslenzkum naglúsum. Þessar 66 ltisa- tegundir skiptast livergi nærri jafnt á hina ýmsu hýsilflokka hér á landi. Lýs á mönnum, stórum húsdýrum og jafnvel á ýmsum fugla- ættum, eins og t. d. máfum og vaðfuglum, eru fullkomlega þekktar eða því sem næst, en þekking vor á lúsum margra annarra íslenzkra hýsilflokka er ennþá mjög í molum. Til Iiinna síðarnefndu heyra m. a. íslenzku ránfuglarnir. En lýsnar á þeim eru einkum þess vegna svo lítið þekktar, að á íslandi eru aðeins til 3 tegundir ránfugla, nefnilega haförn, fálki og smirill. Af þeim er haförninn mjög sjald- gæfur, fálkinn frekar sjaldgæfur og smirillinn hvergi næn i algengur, svo að, að réttu lagi, ætti að friða þá alla algerlega. Fyrir nokkrum mánuðum gafst mér á öðrum stað tækifæri til þess að skýra frá tveimur lúsategundum, annarri af fálka en hinni af smiril (Timmermann 1950), en það eru fyrstu upplýsingarnar, sem birtar hafa verið um íslenzkar ránfuglalýs. Báðar þessar lýs, sem ég álít að séu afbrigði (undirtegundir) sömu tegundar, eru ennþá lítið rannsakaðar og lýsingar á þeim ófullkomnar, enda þótt þær hafi ver- ið þekktar í nærfelt 80 ár. Þekktir sérfræðingar hafa allt fram til þessa skipað þeim á alranga staði í skyldleikakerfi lúsanna, og ruglað þeim saman við aðrar óskyldar tegundir. Mun ég þess vegna geta þeirra hér á eftir með örfáum orðum. Þriðju íslehzku ránfuglalús- ina, sem hér er greint frá í fyrsta skipti, fann ég á ungum haferni, sem lá dauður á veginum í Hvalfirði þ. 22. september 1950 og send- ur var til Náttúrugripasafnsins. Lús þessi, sem mjög mikið var af á fuglinum, var af tegundinni Degeeriella discocephala (Burmeister), 1838, en hún er frekar algeng á haferni. Auk tegundarinnar Degee-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.