Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 39
UM ÍSLENZKAR RÁNFUGLALVS 181 riella discocephala eru 4 aðrar lúsategundir þekktar á liaferni, en enga þeirra fann ég á þessum fugli. Mælingar á Degeeriella discocephala (Burm.) í mm. Hausbreidd Hauslengd Hausindex (br/l) Kvikindið alls $ $ 0,44-0,47 0,41-0,45 1,05-1,07 1,54-1,72 g 9 0,48-0,51 0,42-0,50 1,03-1,12 1,76-2,06 íslenzka fálkalúsin, sem lýst var fyrst árið 1869 af Rudow, sem Degeeriella fasciata, er svo lík lúsinni á turnfálkanum, er lýst var fyrst af Burmeister árið 1838, sem Degeeriella rufa, að ég lít á þær aðeins sem afbrigði (undirtegund) af einu og sömu tegundinni. Alveg eins eru þær þó ekki. Þarinig hefur lúsin á íslenzka fálkanum (Degee- riella rufa fasciata) snubbóttan, trapizulagaðan framhaus, en á lúsinni á turnfálkanum (Degeeriella rufa rufa) er framhausinn ávalur og tungulaga, eins og sýnt er í stórum dráttum á mynd 2. Hjá einstökum lúsum geta þessi sérkenni þó verið talsvert breytileg. Degeeriella rufa nitzschi, á smirlinum, líkist D. r. fasciata, en er öll minni. Hér verður nú spurningin livort setja má fálkalýsnar, sem hafa breiðar þverrendur á afturbolnum og mjóan haus (sjá mynd 1A), og arnarlúsina, sent hefur greinilega mjókkandi þverrendur og breið- an framhaus (sjá myndlB), í sömu ættkvíslina. Próf. Eichler í Leip- zig neitar þessu, og setti hann þegar 1942 upp nýja ættkvísl (Kéleri- nirmus) fyrir fálkalýsnar en notar ættkvíslarnafnið Degeeriella að- eins á arnarlúsina og nokkrar aðrar tegundir mjög líkar henni. Ég hef rannsakað þetta atriði nákvæmlega ennþá einu sinni og hef kom- izt að þeirri niðurstöðu, að jressar tegundir séu, þrátt lyrir mismun- andi útlit, þó svo skyldar afj ekki sé rétt að telja þær til tveggja mis- munandi ættkvísla. Fyrst um sinn vil ég þó ekki ganga eins langt og ensku sérfræðingarnir Clay og Hopkins, sem algerlega hafna ættkvísl- inni Kélerinirmus, heldur leggja það fram til athugunar, hvort ekki væri heppilegt að halda þessum flokki sem undirættkvísl. Við þetta tækifæri vil ég biðja lesendur Náttúrulræðingsins, eink- um bændur, veiðimenn og dýralækna, að leggja þessum rannsóknum lið með því að senda mér lýs af spendýrum og fuglum til athugunar. Sendingar þessar verða að rannsókn lokinni afhentar Náttúrugripa- safninu. Lýsnar er helzt að finna á hölðinu á fuglum, en á spendýr- um oftast innan á lærunum. Bezt er að setja lýsnar í 70% alkóhól, en sé það ekki fyrir liendi, má senda þær lifandi í vel lokuðu glasi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.