Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 8
NÁTTÚRUFRÆ ÐINGURINN
150
Argangar í sunnlenzka síldarstofninum
Aldur síldar lesum við með því að telja árhringi í hreistri eða
kvörn. Að sumri til myndast breitt vaxtarsvæði, en þegar haustar
staðnar vöxtur, og myndast þá nijór vetrarhringur. Nú verður að
liafa það í huga, að sumargotssíld myndar ekki vetrarhring í hreistri
hinn fyrsta vetur, en það gerir vorgotssíldin. Verður að taka tillit til
þess, er við reiknum aldurinn eftir fjölda vetrarhringa.
Vorgotssíld Sumargotssíld
3. mynd. Greining vaxtarsvæðanna í hreistri vorgots- og sumargotssíldar (sjá texta).
Til skýringar þessu atriði skulurn við hugsa okkur, að við athug-
um vorgots- og sumargotssíld, sem veiddar eru í júlí síðastliðið
sumar, og hafa báðar tvo vetrarhringa í hreistri (sjá 3. mynd). Vaxtar-
sögu vorgotssíldarhreistursins greinum við þá sem hér segir: Yzta
skástrikaða lagið er sumarvöxturinn síðastliðið sumar (1950), og yzti
vetrarhringurinn liefur myndazt veturinn 1949—1950. Næsta ská-
strikaða svæðið er sumarvöxturinn í fyrrasumar (1949), og innri
vetrarhringurinn hefur myndazt veturinn 1948—1949. Loks er
innsta skástrikaða svæðið myndað sumarið 1948 og síldin hefur
klakizt þá um vorið, þ. e. tilheyrir árganginum frá 1948.
Hreistur sumargotssíldarinnar lítur alveg eins út, og við greinum
það alveg á sama hátt, nema innsta skástrikaða svæðið felur í sér
ekki aðeins sumarvöxtinn árið 1948, heldur einnig vetrarhringinn
1947—1948 og haustvöxtinn 1947, en þessir síðastnefndu áfangar
markast ekki í hreistur sumargotssíldar. Ef hreistrið lýsti allri vaxtar-
sögunni, væri vetrarhringurinn 1947—1948 á þeim stað, er brotni
hálfhringurinn liggur. Sumargotssíklin hefur þannig klakizt sumarið