Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 28
Unnsteinn Stefónsson: MEÐALFELLSVATN Síðastliðið haust og vetur gerði ég rannsóknir á Meðalfellsvatni í Kjós. Voru rannsóknir þessar fyrst og frernst fólgnar í mælingum á dýpi vatnsins og athugunum á eðli þess. Hlaut ég styrk til þessara athugana frá Menntamálaráði íslands, og flyt ég ráðinu hér með mínar beztu þakkir fyrir. Meðalfellsvatn liggur, sem kunnugt er, i Kjósinni sunnanvert við Meðalfell. Það er um þrír km á lengd og tæpur hálfur annar km á breidd, þar sem það er breiðast. Vestan til í vatninu er smáhólmi, og eru grynningar á nokkru svæði í kringum hann. í vatnið renna tvær smáár, Sandsá og Flekkudalsá, sem báðar falla í vatnið sunnanvert. Úr vatninu vestanverðu, skammt frá Meðalfelli, rennur allstór á, Bugða, og fellur Iirm út í Laxá. í Meðalfellsvatni veiðist talsvert af smábleikju, sem einkum held- ur sig austan til í vatninu í dýpsta hluta þess. Urriði veiðist einnig í vatninu, þó nokkru minna, og verður hans helzt vart í vestari hluta vatnsins og við Grjótéýrartanga, en svo nefnist tanginn, þar sem Flekkudalsá fellur í vatnið. Úr Laxá gengui lax upp í Bugðu og verður hans oft vart í vatninu og hefur verið veiddur þar lítils háttar. Sjóbirtingur hefur og veiðzt stöku sinnum. Samkvæmt skýrslu Stangaveiðifélags Reykjavíkur var veiðin í Meðalfellsvatni sumurin 1947—49 sem hér segir: Lax Silungur 1947 70 2703 1948 43 3925 1949 um 50 um 1500 Meðalþyngd á laxi úr vatninu hefur verið um 6 pund og á silungi um hálft pund. Botngróður er mikill í vatninu, einkurn á grynnslunum sunnan og vestan til í því. Meðalfellsvatn mun því geta talizt ákjósanleg upp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.