Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 168 þessi er fjarskalega aflmikil. Hún er léttari en vatnið eða lögurinn og vill því verða ofan á, og því ryðst hún upp í loftið og samlagast því. Eftir því sem hitinn í leginum eykst, eftir því eykst og gufan, og þegar lögurinn sýður, kemur svo mikið af gufu, að hún þeytir leginum upp með sér. — Þetta er nú það, sem allir eiga kost á að sjá og reyna. En hvernig stendur þá á því, að gufan úr hverunum er svo aflmikil, að hún þeytir vatninu svo liátt upp eins og liún gerir. Allir vita það, að í jörðinni er hulinn eldur, og gefur hann sig oft fram og það stundum skaðvænlega. Ég ætla hér eigi að tala um, hvernig eðli þessa elds er varið, um jarðmiðju-eldinn eða neitt þess konar. Hitt vita allir, að jarðeldurinn er heitur og brennandi eins og liver annar eldur, því að hann kveikir oft í trjám og skógum og hleypir því í ljósan loga, sem fyrir honum verður. Vatnið gerir hann lieitt, bræðir á svipstundu jökul og snjó, steina og málma. Þar af má ráða hita hans, því að mikinn liita þarf' til að bræða steina og málma. Það er og enn víst, að víða eru vötn og ár niðri í jörðinni, og sjást þess mörg merki, t. a. m. þar sem ár spretta fram undan jöklum og fjöllum o. s. frv. Af þessu er nú auðráðið, að jarðeldurinn er það, sem hitar vatnið í hverunum, því að í sjálfu sér er það víst eigi heitt. Af þessu hafa menn nú gert sér þá hugmynd um hverina, sem nú skal segja: Menn hugsa sér tvær gjár eða ker niðri í jörðinni, og þurfa þær eigi að vera skammt hvor frá annarri, því að þær geta verið djúpt í jörðu. Samgangur er á milli gjáa þessara. (Ég ætla að kalla það gígi, þó að þær megi vera í hverri mynd sem vera skal.) í öðrum gígnum er nú eldur og vellandi hiti, en í liinum er kalt vatn, sem smátt og smátt rennur í hann um hulda vegu, þangað til hann fyllist, og þegar hann er fullur, leitar vatnið eftir samgöngunum yfir í liinn gíginn, sem eldurinn er í, og breytist þar þegar í gufu. Gufan vill nú komast út, því að hún vex nú svo, að liún liefur eigi rúm lengur, og nú rýfur hún sig þar upp um jarðskorpuna, sem hún er veikust, og þeytist upp og hrífur vatnið með sér. Þegar hún er sloppin, hættir gosið, og nú safnast vatnið í vatnsgíginn að nýju, og þegar hann er fullur orðinn, fer allt á sömu leið og áður nema j^að, að þá hefur gufan sama op og áður til að ryðjast upp um, jjví að þá er hverinn myndaður. Vér skulum nú heimfæra þessa hugmynd upp á Geysi og Strokk og ímynda oss þá, að heiti gígurinn sé í Heklu, en kalt vatn renni undir að norðan suður um Laugafjall, eins og Strokkur virðist benda á. Vér skulum nú ímynda oss þetta svona:

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.