Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 3
Knut Fægri:
Grundvallarrit grasaírœðinnar1)
— 200 ára afmœli. —
Það má víst með fullum rétti spyrja, hvaða rit gæti staðið undir
titli þeim, sem ég hef valið þessari grein. Það eru ekki svo fáar bæk-
ur, sem í sögu hverrar vísindagreinar valda straumhvörfum, bækur,
sem flytja svo nýstárlegar og byltandi kenningar, að vísindastarfið
fær nýja stefnu, og hægt er að skipta tímanum í tímabilið fyrir og
tímabilið eftir útkomu bókarinnar. Bók Hofmeisters: „Vergleichende
Untersuchungen“, sem út kom árið 1851, er ein slík bók, bók Darwins
„Origin of Species“, útgefin 1859, er önnur. Enda þótt hugmyndir
þær, sem bækur þessar neyddu upp á oss, séu ennþá til umræðu,
og hluti þeirrar undirstöðu, sem dagleg vísindastarfsemi byggist á,
þá hafa þó bækur þessar einkum sögulegt gildi. Það er vel hægt að
gera rannsókn á ættliðaskiptum, án þess nokkru sinni að hafa lesið
bók Hofmeisters eða heyrt hans getið. Það er ekki auðvelt að komast
hjá þvi að hafa heyrt Darwins getið, en maður þarf ekki að hafa les-
ið „Origin of Species", til þess að geta framkvæmt rannsóknir í
erfðafræði, þarf ekki, sagði ég, en auðvitað hefði maður átt að gera
það. Enda þótt hugmyndir, sem bókin flytur, séu enn til umræðu
eftir hundrað ár, getur bókin sjálf verið úrelt, og maður les hana ef
til vill aðallega af sagnfræðilegum áhuga, til þess að sjá það með
eigin augum, að í henni er sagt það, sem við öll héldum að stæði þar.
En hver er hún þá, bókin, sem ég hafði í huga og haldið hefur
gildi sínu í 200 ár? Það er Caroli Linnaei Species Plantarum . . .,
framhald þessa langlokutitils getið þér sjálfur lesið á næstu opnu. Og
ástæðan til þess, að bók þessi er notuð enn þann dag í dag, er ekki
fólgin í því, að hún lýsi djúpsæjum sannindum, eins og hinar bæk-
urnar, sem ég nefndi, heldur ofur einfaldlega í smávægilegu en hag-
rænu atriði.
Ef til vill er það einmitt einkennandi fyrir Linné, að það var fyrir-
komulagsatriði, sem gerði verk hans ódauðlegt. Linné er einn þeirra
stórmenna, sem seint verða krufðir til mergjar. Sumir hefja hann til
1) Grein þessi birtist upphaflega í norska timaritinu „Naturen", nr. 12 1953,
og er birt hér með leyfi höfundar.
!□