Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 13
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 155 færir engin sannfærandi rök fyrir því, að móhellan sé gosaska upp- runnin í Hverfjalli, aðeins líkur. Rannsókn á innri gerð móhellunnar vantar að mestu. Mælingin á brothlutfalli ljóss segir lítið sem ekk- ert, vegna þess að mælingar á basaltgleri hér á landi gefa yfirleitt hérumbil sama brothlutfall og Hverfjallsgler, 1,6. Þegar Sigurður flutti grein sína sem erindi í Náttúrufræðifélaginu, virtist mér af myndum hans að móhellan liktist mjög foksandslögum, og ég gerði í heyranda hljóði þá fyrirspum, hvort hann hefði gengið úr skugga um, að svo væri ekki. En því miður rökræddi hann ekki fyrirspurnina. 1 sumar leið átti ég erindi til Mývatns og leit þá á móhelluna og Hverfjall. Kom þá í ljós, að móhellan er ekki gosaska fallin í Hver- fjallsgosi, heldur foksandslög, eins og mig hafði grunað. Lögin em að nokkru leyti botnlög í fornu stöðuvatni og innihalda skeljar kísil- þörunga. 1 þeim eru blaðför, jurtastönglar, för eftir viðarlurka og mörg fleiri einkenni, sem útiloka það, að um goslög sé að ræða. Skal ég nú lýsa þessu nánar. Svæðið, sem móhellan þekur einkum, er um 31/2 km á lengd og 1 km á breidd. Hefst það nokkru fyrir norðan Hverfjall og liggur svo vestan Námafjalls norður í Námaskarð. Um nákvæmari takmörk svæðisins mun ég nokkuð ræða síðar, er ég hefi lýst gerð laganna. Við aðalathugun mína á gerð laganna, gekk ég frá Bjarnarflagi (brennisteinsverksmiðjunni) suður á stahbabrúnina norðan Hverfjalls, þar sem lögin snögghverfa vegna misgengis, síðan til baka meðfram Námafjalli. Get ég þessa til þess að auðveldara sé að finna þá staði, er ég mun nefna. 1. Það fyrsta, er ég sá, er ég kom að móhellunni, var víxllögun (cross bedding).- Á milli laga með láréttri innri lagskiptmgu, koma 1. mynd. Víxllögun í móhellunni. lög með hallandi innri lögum, sjá lögin A og C á 1. mynd. Þessi lag- skipting er einkenni þess, að kornin, sem lögin eru gerð úr, hafa bor-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.