Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 16
158
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
og annaðhvort eyddur eða þá, sem einnig er hugsanlegt, hefur flotið
upp í vatni, sem breiðzt hefur yfir svæðið. Myndin er samsett, neðri
4. mynd. Far eftir 15 cm gildan og um l*/2m langan viðarbol. Neðri móhellu-
lögin leggiast upp að bolnum, efri lögin leggjast yfir farið eftir bolinn.
lögin eru frá öðrum enda bolsins, en efri lögin, sem þar eru eydd,
eru teiknuð samkvæmt afstöðu á hinum hluta bolsins.
7. Nokkru sunnar, þar sem gufa streymir upp úr jörðu, komum
við á stað, þar sem jarðvegslag sést undir móhellunni. Afstaðan er hér
sú, í samræmi við lýsingu S.Þ., að nærri efst í jarðveginum er hvítt
þykkt öskulag, en móhellan leggst síðan ofan á þessi lög.
Um móhelluna á þessurn stað er það annars að segja, að neðst í
henni er 5—6 cm þykkt lag, sem gert er ur „hnöttóttum" kornum á
stærð við baunir og mætti kalla það baunalagið. S.Þ. getur þess, að
fyrir komi svona baunagerð í lögunum og kallar það písólítstruktur
(= baunagerð), en hann getur ekki sérstaklega um þetta neðsta lag.
Eitthvað kemur þessi gerð fyrir ofar, en þó lítið, að því er ég sá.
Hinsvegar sá ég neðsta baunalagið alstaðar sunnan við þennan stað,
og það vakti sérstaka athygli mína, að það hefur alstaÖar sömu þykkt.
Þetta atriði er auðvitað út af fyrir sig í miður góðu samræmi við
það, að baunirnar séu upprunnar í Hverfjalli. En úr hverju skyldu
svo þessar baunir vera? Sigurður segir, að þær séu úr fínmölugum
vikri með alveg hnöttóttum kornum. Þetta er þó ekki rétt, enda verð-
ur ekki séð af grein hans, að hann hafi skoðað þessar baunir vandlega.
Ég hefi gert þunnsneiðar af baunalaginu og auk þess af nokkrum
einstökum stærri baunum, ennfremur skorið baunir í sundur undir
smásjá og þá reynist gerðin þessi: Innan í hverri baun er korn,
oftast óreglulega lagað glerkorn, oft um helmingur af bauninni í þver-
mál. En utan á kornið er hlaðið hörnuðu fíngerðu dufti eða leir,
þannig að í heild verður baunin oft mjög reglulega kúlulöguð. Baun-
imar geta verið svo harðar, að nokkuð fast þurfi að beita hnifsoddi
til að opna þær.
Ég eyði ekki orðum að þeirri hugmynd, að þessar baunir séu mynd-
aðar í eldgosi, enda ætti jarðfræðingum ekki að blandast hugur um,