Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 29
ISLENZKIR FUGLAR VII 171 lífshætti. Tveir Englendingar, James Fisher og H. G. Vevers, hafa hin síðari ár kannað útbreiðslu súlunnar mjög rækilega og hafa þeir beitt sér fyrir því, að hreiður eða varppör í hinum ýmisu súlubyggðum hafa verið talin. Fór slík talning fram árið 1939 og aftur 1949 að nokkru leyti. Þeir hafa einnig heimsótt hinar íslenzku súlubyggðir og við rannsóknir sínar hér hafa þeir notið aðstoðar Þorsteins Einarsson- ar íþróttafulltrúa, en hann er allra manna fróðastur um hinar ís- lenzku súlubyggðir og lífshætti súlunnar hér á landi. Samkvæmt nýj- ustu niðurstöðum þeirra Fishers og Vevers (frá 1949) eru nú kunn- ar 32 súlubyggðir með 95390 hreiðrum og skiptast þær þannig niður á hin einstöku lönd við norðanvert Atlantshaf: í Frakklandi er aðeins 1 byggð (les Sept íles við Bretagne-skaga) með 77 hreiðrum; á Bret- landseyjum eru 15 byggðir með 64136 hreiðrum (Ermarsundseyjar 2 byggðir með 643 hreiðrum, Wales 1 byggð með 9200 hreiðrum, England 1 byggð með 2 hreiðrum, Skotland 8 byggðir með 41994 hreiðrum, Irland 3 byggðir með 12297 hreiðrum); í Noregi er að- eins 1 byggð (Rundoy í grennd við Álasund) með 8 hreiðrum; í Færeyjum er aðeins 1 byggð (Mykineshólmur) með 1473 hreiðrum; á fslandi eru 5 byggðir (4 byggðir í Vestmannaeyjum taldar sem ein byggð) með 16695 hreiðrum; á austurströnd Norður-Ameríku (Kan- ada og Nýfundnalandi) eru 9 byggðir með 13001 hreiðri. Samkvæmt þessu yfirliti eru því 23 byggðir með alls 82389 hreiðrum við austan- vert Atlantshaf og við vestanvert Atlantshaf 9 byggðir með 13001 hreiðri. 1 byggðunum við vestanvert Atlantshaf hefur talning ekki farið fram síðan 1939, en vitað er með vissu, að súlunni hefur farið þar fjölgandi síðan, og mun því ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir, að fjöldi hreiðra í heiminum sé nú um 100.000 og fjöldi fullorðinna kynþroska fugla því um 200.000. Hér á landi eru súlubyggðir nú í 4 úteyjum í Vestmannaeyjum (Súlnaskeri, Helhsey, Geldungi og Brandi) og auk þess í Eldey, Rauðanúpi á Melrakkasléttu og Skrúðnum út af Fáskrúðsfirði. Hinna fjögurra súlubyggða í Vestmannaeyjum er þegar getið í heimildum frá öndverðri 18. öld (Vestmannaeyjalýsingu séra Gizurar Pétursson- ar og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns), og er þar tekið fram, að þetta séu einu varpstöðvar súlunnar í Vestmannaeyjum. Við talningu árið 1939 reyndust súluhreiðrin í Vestmannaeyjum vera 4359 og árið 1949 5534. Árið 1949 reyndust vera 1918 hreiður í Súlnaskeri, 2216 í Hellisey, 913 í Geldungi og 487 í Brandinum. 1 Eldey er mesta súluhyggð hér á landi og jafnframt ein hin mesta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.