Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 33
ISLENZKIR FUGLAR VII 173 Geirfugladrangur hefur eyðst mjög af völdum sjávarágangs og ef til vill einnig af völdum eldsumbrota. Drangurinn er nú aðeins 10 m á hæð, og talið er víst, að þar verpi nú enginn fugl lengur. í Súlnastapa við Hælavíkurbjarg vestan Hornvíkur á Hornströnd- um var fyrrum súlubyggð, sem nú er fyrir löngu liðin undir lok. Olavius ferðaðist um Hornstrandir árið 1775. 1 ferðabók sinni (Oeco- nomisk Reyse igiennem de nordvestlige, nordlige, og nordostlige Kan- ter af Island, Kiöbenh. 1780) segir hann, að í Súlnastapa veiði menn liafsúluunga á vorin. I sóknarlýsingu Aðalvíkursóknar frá 1848 segir séra Jón Eyjólfsson, að fyrrum hafi fengizt fjöldi hafsúluunga i Súlna- stapa, en nú fáist þar enginn, og segi menn, að útlenzkir fiskimenn hafi eitt sinn farið í stapann og spillt varpinu. Samkvæmt þvi hefur súlubyggðin í Súlnastapa liðið undir lok seint á 18. öld eða á fyrra hluta 19. aldar. — Annað hvort áranna 1944 eða 1945 urpu súlur (1 eða 2 pör) í fyrsta skipti í Kerlingu við Drangey. Sumarið 1946 urpu 2 pör í Kerlingunni, en 1949 var þar aðeins 1 par. Sumarið 1953 voru súlurnar horfnar úr Kerlingunni. — 1 Grímsey var fyrr- um nyrzta súlubyggð heimsins og eina súlubyggðin norðan við heims- skautsbaug. Var súluvarpið þar í svonefndum Hafsúlustapa og í bjarginu andspænis honum. Faber telur, að um 20 súlupör hafi verið verpandi í Grímsey 1820 (sbr. Beytráge zur arctischen Zoologie, Isis 1826) og Thienemann (Reise im Norden Europa’s, vorzuglich in Is- land, Leipzig 1827) telur að súlupörin í Grímsey hafi verið um 18 árið 1821. Eftir þetta virðist súlunni hafa fjölgað talsvert í Grímsey, því Hantzsch (Vogelwelt Islands, Berlin 1905) telur 50—70 súlupör hafa verið verpandi þar 1903. Síðan hefur oltið á ýmsu um súlu- varpið í Grímsey. Árið 1933 voru súluhreiður þar talin vera 21 (B.B. Roberts). Árið 1934 varð súlubyggðin í Grímsey fyrir miklu áfalli vegna bjarghruns af völdum Dalvíkurjarðskjálftans. Árið 1939 voru eigi að síður talin 45 súluhreiður í Grímsey (H. G. Vevers et al.), en eftir það fækkaði súlunni þar aftur, og árið 1946 voru aðeins 3 súlupör verpandi þar. Og eftir 1946 hafa súlur ekki orpið i Grímsey. — s.Að lokum skal þess getið, að austan í Stórhöfða á Heimaey í Veslmannaeyjum er staður er nefnist Súlukrókur. Þetta er langur og breiður bekkur í berginu, og eru miklar líkur til þess, að þar hafi einhvern tíma verið súlubyggð, enda þótt heimildir um það séu ekki kunnar. Súlan velur sér varpstað í sæbröttum úteyjum eða í björgum á an- nesjum eða útkjálkum. Hér á landi eru allar súlubyggðir í óbyggðum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.