Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 33
ISLENZKIR FUGLAR VII 173 Geirfugladrangur hefur eyðst mjög af völdum sjávarágangs og ef til vill einnig af völdum eldsumbrota. Drangurinn er nú aðeins 10 m á hæð, og talið er víst, að þar verpi nú enginn fugl lengur. í Súlnastapa við Hælavíkurbjarg vestan Hornvíkur á Hornströnd- um var fyrrum súlubyggð, sem nú er fyrir löngu liðin undir lok. Olavius ferðaðist um Hornstrandir árið 1775. 1 ferðabók sinni (Oeco- nomisk Reyse igiennem de nordvestlige, nordlige, og nordostlige Kan- ter af Island, Kiöbenh. 1780) segir hann, að í Súlnastapa veiði menn liafsúluunga á vorin. I sóknarlýsingu Aðalvíkursóknar frá 1848 segir séra Jón Eyjólfsson, að fyrrum hafi fengizt fjöldi hafsúluunga i Súlna- stapa, en nú fáist þar enginn, og segi menn, að útlenzkir fiskimenn hafi eitt sinn farið í stapann og spillt varpinu. Samkvæmt þvi hefur súlubyggðin í Súlnastapa liðið undir lok seint á 18. öld eða á fyrra hluta 19. aldar. — Annað hvort áranna 1944 eða 1945 urpu súlur (1 eða 2 pör) í fyrsta skipti í Kerlingu við Drangey. Sumarið 1946 urpu 2 pör í Kerlingunni, en 1949 var þar aðeins 1 par. Sumarið 1953 voru súlurnar horfnar úr Kerlingunni. — 1 Grímsey var fyrr- um nyrzta súlubyggð heimsins og eina súlubyggðin norðan við heims- skautsbaug. Var súluvarpið þar í svonefndum Hafsúlustapa og í bjarginu andspænis honum. Faber telur, að um 20 súlupör hafi verið verpandi í Grímsey 1820 (sbr. Beytráge zur arctischen Zoologie, Isis 1826) og Thienemann (Reise im Norden Europa’s, vorzuglich in Is- land, Leipzig 1827) telur að súlupörin í Grímsey hafi verið um 18 árið 1821. Eftir þetta virðist súlunni hafa fjölgað talsvert í Grímsey, því Hantzsch (Vogelwelt Islands, Berlin 1905) telur 50—70 súlupör hafa verið verpandi þar 1903. Síðan hefur oltið á ýmsu um súlu- varpið í Grímsey. Árið 1933 voru súluhreiður þar talin vera 21 (B.B. Roberts). Árið 1934 varð súlubyggðin í Grímsey fyrir miklu áfalli vegna bjarghruns af völdum Dalvíkurjarðskjálftans. Árið 1939 voru eigi að síður talin 45 súluhreiður í Grímsey (H. G. Vevers et al.), en eftir það fækkaði súlunni þar aftur, og árið 1946 voru aðeins 3 súlupör verpandi þar. Og eftir 1946 hafa súlur ekki orpið i Grímsey. — s.Að lokum skal þess getið, að austan í Stórhöfða á Heimaey í Veslmannaeyjum er staður er nefnist Súlukrókur. Þetta er langur og breiður bekkur í berginu, og eru miklar líkur til þess, að þar hafi einhvern tíma verið súlubyggð, enda þótt heimildir um það séu ekki kunnar. Súlan velur sér varpstað í sæbröttum úteyjum eða í björgum á an- nesjum eða útkjálkum. Hér á landi eru allar súlubyggðir í óbyggðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.