Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 43
LAXAMERKINGAR 1947—51 183 inum, sem gengur í árnar, er því safnað í kistu neðan við rafstöðina og hann fluttur upp fyrir Árbæjarstífu á bifreiðum, í kistum með vatni, og sleppt þar. Þannig fer meirihluti laxins, er í árnar gengur, um hendurnar á starfsmönnum rafveitunnar, og er því auðvelt að fá upplýsingar um alla merkta laxa, sem í kistuna koma. Þá er dreg- ið á í Elliðaánum á haustin til öflunar stofnfisks vegna klakreksturs Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Er þá m. a. dregið á þann hluta Elliða- ánna, sem er fyrir neðan laxakistuna, og næst þar til mikils hluta þeirra laxa, sem ekki ganga upp í kistuna. Auk upplýsinga um merkta laxa, sem í kistuna koma og fást í ádrátt, skila stangaveiðimenn merkjum af þeim löxum, er þeir veiða. Á árunum 1948—51 hafa verið merktir 459 laxar í Elliðaánum og var þeim flestum sleppt aftur að lokinni merkingu í árnar neðan við rafstöðina. 43 merktir laxar eða 9.4% komu aftur fram, þar af 38 í Elliðaánum, einn í veiðitæki í Grafarvogi, sem er skammt und- an Elliðaárósi, tveir í Úlfarsá og tveir fundust dauðir skömmu eftir að þeir komu í sjó, annar vestan við Elliðaárósa og hinn í ósi Mógils- ár í Kollafirði. Við athugun á því, hve langur tími leið frá því að laxarnir voru merktir og þar til þeir komu fram, kemur í ljós, að langflestir höfðu verið 1 vetur í burtu eða samtals 40. 38 gengu i sjó og 2 voru um kyrrt í ánni. Þeir veiddust ofan við Árbæjarstíflu fyrrihluta veiði- tímans (20. júní). Einn hinna 38 laxa kom tvö sumur í röð til að hrygna og var honum sleppt með merktum löxum í bæði skiptin. Hafði hann þá komið þrisvar upp í ána til að hrygna. Einn lax kom aftur eftir tveggja vetra dvöl í sjó. Tveir laxar fundust í sjó skömmu eftir að þeir voru merktir, eins og áður getur. Ef endurheimtumar eru flokkaðar niður eftir því, hvar þeirra varð vart, sést, að af þeim 39 löxum, sem koma fram eftir veru í sjónum, fengust 27 (69.2%) í laxakistuna og vom þeir allir fluttir upp fyrir Árbæjarstíflu nema tveir, 6 (15.4%) í ádrátt, 3 (7.7%) á stöng, 1 (2.6%) í veiðivél í Grafarvogi og 2 (5.1%) í tJlfarsá. Ef finna á sambærilegan hundraðshluta endurheimtra laxa fyrir Elliðaárnar og aðrar ár, sem lax var merktur í, má aðeins taka með merkta laxa, sem komu fram annars staðar en í laxakistuna og í ádrátt, og voru þeir 14 talsins eða 3% af merktum löxum. Tveir (0.4%) þeirra fundust í sjó stuttu eftir að þeir vom merktir, 10 (2,2%) komu aftur í árnar eftir einn eða tvo vetur í sjó og 2 (0.4%) gengu ekki í sjó. Af 10 löxunum, sem í sjó gengu, veiddust 4 á stöng

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.