Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 49
ELDING VELDURJARÐRASKI 189 hnullung, sem laus liggur í mýrinni, tæpa 3 m frá gryfjunni. Engin merki um hita né högg vora sjáanleg á steininum. Rásin til SV frá gryfjunni þrengist skyndilega, þegar röska 2 m er komið frá gryfju. l.mynd. Sýnir aðalumturnið eftir eldinguna. (Ljósm. Gottfred Árnason). tJr því er framhald rásarinnar þröng rák eða skurfa lík þeim, sem áður getur, að liggi út frá hinum rásunum. öllum megin gryfjunnar nema að NV lágu torfur og skekklar á víð og dreif, er kastazt höfðu upp úr pælu þessari allri. Langflestar sneru torfurnar grasinu niður, eins og ýtt hefði verið undir þær og þeim snúið við í kastinu. Stærsti torfuhnausinn lá á norðurbarmi gryfjunnar. Var hann jafnbreiður henni og lá á hvolfi, en gi-asrótin óslitin í veltunni. Lengst höfðu sneplar kastazt 40 m út frá jarð- raskinu. Varla er hægt að segja nákvæmlega, hve mikið magn af jarðvegi alls hefur kastazt upp úr gryfju og rásum. Þó er til þess að gera auðvelt að reikna rúmmál gryfjunnar. Sé meðaldýpt aðalgryfjnnnar talin 1,5 m, sem ekki er of mikið, verður rúmmál hennar 8,28 m3. Rúmmál rásanna allra reiknast mér 7,75 m3, og rúmmál aRs jarð- rasksins ætti þá að vera sem næst 16 m3. Mun þó varla of mikið í lagt. Erfiðara er að kveða rétt á um eðlisþyngd jarðvegsins. Kemur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.