Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 3
Nátlúrufr. - 27. árgangur - 4. hefti - 145.—204. síða - Reykjavik, janúar 1958 Guðmundur Kjartansson: Langisjór og nágrenni Stœrð og lega. Fjögur stærstu stöðuvötn á íslandi eru: Þingvallavatn 82 km2. Þórisvatn 70 km2, Lögurinn 52 km2 og Mývatn 38 km2. Næst í röðinni eru þrjú vötn því nær jafnstór: Hópið 29 km2, Hvítárvatn 28 km2 og Langisjór 27 km2. Þau, sem þá koma næst í röðinni, Apavatn og Skorradalsvatn, eru helmingi minni (Sigurjón Rist 1957). Ekkert þeirra vatna, sem nú voru nefnd, er svo lítt þekkt sem Langisjór, og ekkert þeirra hafa svo fáir menn augum litið, enda liggur hann á því svæði Miðhálendisins, þar sem einna minnst er mannaferð, öræfunum við suðvesturströnd Vatnajökuls milli Skaftár og Tungnár. Þessi öræfi og framhald þeirra handan Tungnár allt til Köldu- kvíslar eru ein Iieild bæði að jarðmyndun og landslagi og glöggt afmörkuð. Hér mun ég kalla allt þetta svæði Tungnáröræfi, og eru takmörk þeirra: Skaftá að suðaustan, Landmannaleið (Fjallabaks- vegur nyrðri) og Tungná neðan Kirkjufellsóss að suðvestan („fram- an“), Kaldakvísl að norðvestan (,,utan“) og Vatnajökull að norð- austan (,,innan“). Langisjór liggur í austurhorni þessa svæðis. Eins og nafnið bendir til, er hann mjög ílangur, 20,5 km að lengd frá norðaustri til suðvesturs, en hvergi meir en 2 km að breidd. Allstór nes ganga út í hann frá báðum hliðum og yfir 20 eyjar og hólmar eru á dreif um hann allan. Háir fjallgarðar liggja fast að honum á báðar hliðar, og er aðeins þröngt sund frarn á milli þeirra við suðvestur- enda vatnsins, en norðausturendinn veit að Vatnajökli. í þessari fjallageil er Langisjór vandlega falinn og sést hvergi langt að nema helzt innan af jökli — og svo úr lofti, ef hátt er flogið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.