Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 46
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ir aðrir menn, sem með mér voru, gengum inn í húsið. Sáum við þá í sérstöku herbergi stóran fugl, er var stærri en stærsti kalkún, en uppréttari. Hann var gildvaxnari en kalkún, en hafði svipaða fætur. Liturinn á honum að neðan var svipaður og bringulitur á ungum karlfasan og bakið var dökkleitt. Leiðbeinandinn nefndi hann Dúdú.“ Samkvæmt þessari frásögn Sir Lestrange verður ekki um það villzt, að dúdúfuglinn hefur verið fluttur lifandi til Evrópu, en hvort um hefur verið að ræða einn fugl eða marga, er ekkert vitað. Útlit dúdúfuglsins hefur verið mjög sérkennilegt. Þeim lýsing- um og teikningum eða myndurn, sem til eru af honum, svipar mjög saman; þó segir í einni lýsingunni, að fuglinn hafi haft topp á höfðinu, en hann mun enginn hafa verið á þeim dúdú, sem heima átti á Mauritius. Fætur voru líkir og á dúfum, aðeins miklu gildari. Höfuðið var mjög stórt og fiðurlaust framan til. Nefið var afar sterklegt og efri skoltur boginn niður fremst eins og á rán- fugli. Það einkennilegasta við nefið voru þó 1—5 djúpar þver- rákir ofan á efra skolti. Eftir myndum að dæma hefur vaxtarlagið á framhluta búksins verið ósköp venjulegt, en afturhlutinn var aftur á móti ferlegur að vexti til. F.n á þessu hefur borið meira vegna þess, að vængir voru lítt þroskaðir og ekkert stél, en í stað þess nokkrar hringaðar fjaðrir. Hvort þessar fjaðrir hafa verið á venjulegu stélsæti eða ofar, er ekki fullvíst, því að um það atriði ber myndunum ekki saman. Þá sýna sumar teikningarnar fuglinn blágráan á baki, aðrar móleitan og ætíð með ljósari bringu. Þetta ósamræmi þarf ekki endilega að stafa af ónákvæmni þess, sem teiknar. Liturinn gat verið breytilegur eftir aldri eða kynjum, en úr því fæst sennilega aldrei skorið. Á öllurn málverkum, sem til eru af fuglinum, eru þakfjaðrir vængjanna sýndar mjög dökk- ar og stélfjaðrirnar hvítleitar með gulum blæ. Regnbogahimnan er Ijós, fiðurlausi hluti höfuðsins grár og nefið hvítleitt framan til. Fætur bera ætíð gulan lit. Um lifnaðarhætti dúdúfuglsins er lítið vitað; það litla, sem um þessi atriði hefur verið skrifað, er á hæpnum rökum reist. Eitt er þó áreiðanlegt, að hér var um landfugl að ræða, og sennilega Jiefur hann haldið til í skóglendi. Hann gat ekki flogið og lík- lega ekki verið mikill hlaupafugl, því að sögnum samkvæmt var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.