Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 39
DÝRASVIFIÐ f SJÓNUM 181 sérstakan átuvísi, sem skipið dregur á eftir sér á fullri feið. Tæki þetta er mikið notað af skozkum haffræðingum og hefur það gefið góða raun. Rannsóknir þessar eru gerðar í samvinnu við hafrann- sóknarstöðina í Edinborg og eru liður í úthafsrannsóknum stöðv- arinnar. Rannsóknirnar hefðu þó aldrei komizt á fót, ef ekki hefði notið fyrirgreiðslu Eimskipafélagsins og skipsmanna á „Trölla- fossi.“ Eins og nefnt var í upphafi er rauðáta ein aðalfæða ýmissa nytja- fiska, t. d. síldarinnar, og má því álykta, að mesta von sé síldar, þar sem átunnar verður aðallega vart. Á Fiskideild hefur verið athug- að sambandið milli átumagnsins og síldveiðanna. Þótt ljóst sé, að þessa sambands verði síður vart í lélegum síldarsumrum en góðum, hefur greinilega komið í ljós, að náið samband er milli átusvæð- anna og síldarinnar. Athuganir hafa yfirleitt sýnt, að á fyrri hluta síldveiðitímans finnst mest átumagn á vestursvæðinu, en þegar líð- ur á veiðitímann færast átusvæðin austar. Oft hafa fundizt mikil átusvæði djúpt í hafi, en þau liafa jafnan verið norðan sjálfs veiði- svæðisins. Þótt segja megi, að á undanförnum síldarleysisárum hafi yfir- leitt ekki verið sérstaklega mikið um rauðátu á síldarmiðunum norðanlands, hefnr þó verið mikið um átu á einstökum tímum. Svo var t. d. sumarið 1948, fyrri hluta sumars 1949, 1951 og 1956. Átan er á engan hátt jafndreifð lárétt í yfirborðslögunum. Á sumrin er venjulega um átuhámörk að ræða eða átuflekki, þar sem átan er mög þétt, en mun dreifðari utan átuhámarkanna. Þetta fyrirbrigði er afar algengt á Norðurlandsmiðum á sumrin. Átu- hámörkin hafa verið skýrð á ýmsa lund, en þau munu í aðalatrið- um eiga rót sína að rekja til hringiða, sem myndast af sjávarstraum- um. Slíkar straumiður eru algengar á straummótum og þar, sem straumur gengur meðfram vogskornu landgrunni eins og er út af Norðurlandi. í slíkum hringiðum sópast átan saman, og þar verð- ur átuhámark eða átuflekkur. Þessi átuhámörk eru undirstaða síld- artorfanna. Væri átan jafndreifð í yfirborðslögunum, væri síldin strjál, en með átuhámörkunum eru sköpuð skilyrði fyrir torfu- myndun síldarinnar. Reynslan er þá einnig sú, að síldin þjappast saman við átuhámörkin, þannig að mesta veiðin verður að jafnaði þar, sem átuhámörkin hafa myndast. Átan er heldur ekki jafn- dreifð lóðrétt. Hún kemur upp á kvöldin, er nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina og gengur svo dýpra við dögun, heldur sig í ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.