Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 54
196 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um Flóðatangalaxinn, en bætir við, að hann hafi veiðzt í svokall- aðri Sandskarðalögn í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og enn- fremur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hali veitt laxinn um 1880. Kjartan Bergmann, sonur annars sögumanns ofannefndra manna, telur laxinn hafa vegið 64 pd og er Jósep Björnsson á Svarfhóli sammála Kjartani um þyngdina. Kjartan segir einnig frá því eftir föður sínum, Guðjóni Kjartanssyni, bónda á Flóðatanga, að stóri laxinn hafi veiðzt á búskaparárum Ásmundar Þórðarsona á Flóða- tanga, en Ásmundur bjó þar á árunum 1840—1862. Kjartan telur, að Ásmundur hafi veitt laxinn eða Björn sonur hans, er síðar bjó á Svarfhóli í Stalholtstungum. Þá hefur Kristján bóndi Fjeldsteð í Ferjukoti það eftir Sigurði Fjelsteð, föður sínum, að Flóðatanga- laxinn hali vegið 120 merkur eða 60 pd. Hvort heldur, að þyngd laxins hafi verið 60, 64, eða 70 pd, þá er Flóðatangalaxinn stærsti lax, sem sögur fara af, að veiðzt hafi hér á landi. Árið 1895 veiddist 45 pd lax í ádrátt í Laxá í Þingeyjarsýslu frá Nesi. Þorgrímur Pétursson bjó þá í Nesi, en Sigurður Guðmunds- son og Jakob Þorgrímsson veiddu laxinn í Vitaðsgjafa. Steingrím- ur bóndi Baldvinsson í Nesi og Karl Sigurðsson, bóndi á Knúts- stöðum í Aðaldal, liafa sagt mér frá þessum laxi. Sigurður Sigurðsson, bóndi að Núpum í Aðaldal, segir í bréfi 1957 til Sæmundar Stefánssonar, stórkaupmanns, frá stórum laxi, sem fannst dauður í Laxá í Aðaldal á jóladag 1929. Laxinn var nál. 123 cm að lengd frá trjónu og altur að sporði eða 132—133 cm, ef sporðlengdinni er bætt við eftir því, er Sigurður telur. Sigurð minnir, að Laxinn hafi vegið 36 pcl. Lax þessi hefur verið milli 40—49 pd nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að hann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því, að hann gekk í ána. Er líklegt, að um liali verið að ræða einn af fjórum stærstu löxun- um, sem á land hafa komið hér. Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt um þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd og fékkst fyrir um 40 árum í lögn, sem kölluð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arnbjarnarson og Símon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir lieimildarmaður minn um þennan lax. 38i/2 pd lax fékk Kristinn Sveinssonn á stöng í Hvítá hjá Iðu í júní 1946. Laxinn var 115 cm á lengd og 70 cm að ummáli. Þann 7. september 1952 veiddi Víglundur Guðmundsson lax, hæng, á stöng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.