Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 37
DÝRASVIFIÐ í SJÓNUM 179 ekkert á miðunum við ísland. Til dæmis var haldið, að öll sumar- rauðáta Norðurlandsmiðanna væri aðkomin með straumum frá fjarrliggjandi hrygningarsvæðum. Rannsóknir Fiskideildar hafa nú greinilega sýnt, að þetta er ekki alls kostar rétt. Rauðáta hrygnir t. d. á Norðurlandsmiðunum á sumrin, bæði í strandsjónum og í atlantíska sjónum. Hins vegar er eftir að vita, hve mikil sú hrygn- ing er samanborið við hrygningu annarra hafsvæða. Því hefur stöðugt verið veitt athygli síðan Fiskideild hóf kerfis- bundnar svifrannsóknir hér við land, að á vorin og í byrjun sum- ars finnst mest magn rauðátu á sjálfum landgrunnshallanum og ut- an hans, en mun minna á landgrunninu. Þegar líður á sumarið eykst þó átumagn á grunnslóðum. Einnig hefur á hverju vori fund- izt mikið magn rauðátu djúpt suður og suðvestur af Reykjanesi, og þetta rauðátuflæmi gengur oft eins og stór tunga inn Jökuldjúp og Kolluál. í sambandi við þetta er eftirtektarvert, að þetta mikla átuflæmi er eitt aðalhvalveiðisvæðið á vorin. Skýringin á þessari miklu átumergð á þessu svæði að vori til er sú, að hafið suðvestur af landinu er afar næringarríkt liafsvæði, og þar lifir mikil áta góðu lífi. Hafstraumar bera þessa rauðátu allt til útjaðra landgrunnsins, en þessi atlantíski straumur fylgir að mestu landgrunnsköntunum, og eins og áður er sagt, hafa svifdýrin ekki bolmagn til þess að ferð- ast úr einu straumkerfi í annað, og því verður þessa átumagns ekki vart á sjálfu landgrunninu, þar sem straumkerfi strandsjávarins ræður ríkjum. í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga, að í haf- inu sunnan íslands vorar fyrr en hér við ströndina, og þar hefur fyrsta hrygning þegar farið fram, áður en verulegt átumagn er komið í strandsjóinn. Þetta gefur tilefni til hugleiðinga um uppruna átunnar í sjónum við ísland. Af því, sem hér liefur verið sagt, er ljóst, að um tvenns konar uppruna er að ræða. í fyrsta lagi allt það svif, sem á upp- runa sinn að rekja til strandsjávarins kringum landið, það er að segja allt hálfsvifið og ýmsar tegundir krabbaflóa og annarra svif- dýra, þar á meðal einhver hluti rauðátunnar. í öðru lagi það svif, sem á uppruna sinn í hafinu suður- og suðvestur af landinu, og berst með straumum inn á íslenzka hafsvæðið. í þessurn flokki er mikill hluti rauðátunnar og allt það svif, sem er einkennandi fyrir úthafið sjálft. Því hefur verið haldið á loft, sérstaklega af dönskum haffræðingum, að svifið, sem berst að landinu úr úthafinu, væri algjör kjarni þeirrar átu, sem finnst í íslenzkum sjó. Einn þessara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.