Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 12
154 N ÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN Fagriíjörður, í gegnum norðuríjallgarðinn inn í geilina og svo fast upp að rótum suðurfjallgarðsins, að þar verður annað hvort að ríða forvaða undir klettum — Háskanefi og öðrum til — eða klöngr- ast framhjá uppi í brekkum. Svo djúpir eru forvaðarnir, að þar þykir ófært, þegar mikil alda er á vatninu. Hinn 4. september gengum við á Sveinstind og ókum fram að Búlandi í Skaftártungu. Hér að framan hef ég þegar lýst nokkuð Langasjó og umhverfi lians, en mest með annarra orðum, sem ég get staðfest af eigin raun. Það, sem hér fer á eftir, er að miklu leyti árangur af ferðum mínum síðastliðin sumur. Berg og landslag Tungnáröræfi, eins og þau voru skilgreind í upphafi þessarar greinar, eru norðausturhlutinn af hinu mikla móbergssvæði Mið- Suðurlands og h. u. b. helmingur þess að stærð, og einmitt þessi hluti er sérstaklega eindregið móbergssvæði: Berggrunnurinn er eingöngu úr móbergi ásamt þess konar ívafi af blágrýti, sem því er vant að fylgja, en það blágrýti er mest bólstraberg og óregluleg- ir gangar og æðar. Nafnið móberg er hér haft í hinni þrengri merkingu þess („gos- móberg", „brúngrýti"), þ. e. aðeins um molaberg til orðið úr basískum, glerkenndum og sundurlausum gosefnum, sem hafa límzt saman í fremur lina steypu og iitazt brún við ummyndun glersins í palagónít. Þessi bergtegund ásamt áður nefndu blágrýt- isívafi er afar útbreidd liér á landi á þremur stórum svæðum, mó- bergssvœðunum. Þau eru: eitt á Mið-Suðurlandi, það sem hér er um að ræða, annað á Reykjanesskaga og allt til Langjökuls, og hið þriðja og stærsta nær um allt Ódáðahraun og mikinn hluta Þingeyjarsýslna. Víðast hvar á móbergssvæðunum hér á landi er blágrýtisívaf móbergsfjallanna nægilegt til þess, að blágrýtissteinar eru aðalefnið í urðum og skriðum; og í melum (sem eru ruðningur ísaldaijökla) og áreyrum er nærri liver hnullungur og vala úr blágrýti. Þetta stafar vitanlega af því, að við veðrun molnar móbergið fljótlega niður í dust, sem rýkur eða skolast burt, og móbergssteinar slitna fljótt upp til agna í flutningi með vatni eða jökli; en það lausagrjót, sem springur úr blágrýtisklöppum, endist miklu betur í flutningi en móbergssteinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.