Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 5
LANGISJÓR OG NÁGRENNI
147
of brött hverju ökutæki. Þegar ég fann þenna steinboga, 30. júlí
1955, var fremur mikið í ánni og rann kvísl úr henni framhjá
honum að vestan. Þá kvísl varð ég að vaða vel í mjóalegg, en að
öðru leyti er þarna ágæt brú fyrir gangandi mann.
Elzta lieimild mér kunn, sem getur urn Langasjó, svo að vart er
um að villast, er fréttaspistill í ísafold 1878 (bls. 96):
„Á Síðumannaafrétti í útsuðurhorninu á Vatnajökli hafa fund-
izt tveir grösugir dalir. Norður af dölunum er vatn, sem lialdið er
að Skaftá renni úr. Fjöll þau, sem þessir dalir liggja í, hafa áður
verið kölluð Skaftárfjöll, eru nú kölluð Fögrufjöll. Virðast þau
vera áföst við Vatnajökul, nema hvað Skaftá mun renna fram milli
þeirra og höfuðjökulsins. Góð beit er þar fyrir fé, en að öðru leyti
eru þessi fjöll og dalir ekki nægilega kannaðir. íslendingar bíða
eftir því, að einhver Englendingur ráðist í það.
Vatn það, sem hér er getið og „haldið er, að Skaftá renni úr“,
er að öllum líkindum Langisjór, en gæti þó e. t. v. verið eitthvert
lónið í Fögrufjöllum.
Næst er getið um Langasjó í skýrslu eftir Ólaf Pálsson á Höfða-
brekku um könnunarferð, sem liann og fleiri Skaftfellingar fóru
inn á öræfi sumarið 1884. Þeir félagar nefndu vatnið „Skaftár-
vatn“. Þeir gengu á Sveinstind (sem þá var nafnlaus), „hæsta tind-
inn, sem til er í íjallgarðinum [þ. e. Fögrufjöllum], . . . og nefndum
við hann Bjarnatind, af því fyrir nokkrum árum liafði Bjarni
[Bjarnason] í Hörgsdal með fleirum farið norður yfir Skaftá og
upp á þenna tind og hlaðið þar vörðu“ (Ólafur Pálsson: 1885 bls.
1). Einnig könnuðu þeir nokkurn hluta Fögrufjalla, sem Ólafur
kallar ,,Skaftárfjallgarð.“
Þorvaldur Tlioroddsen kom tvisvar að Langasjó — eða a. m. k.
svo nærri, að hann sá vel til vatnsins. í fyrra skiptið, 5. ágúst 1889,
reið hann upp úr Botnaveri, sem hann hafði fundið og gefið nafn
í þessari sömu ferð, upp á fjallgarðinn sunnan við Tungnárbotna.
Og er hann sá suður af, gaf á að líta:
„Þar við enda fjallgarðsins hefur jökullinn rakað saman miklu
grjótrusli í háar öldur, og í hvilft við jökulinn er þar tjörn af uppi-
stöðuvatni mjólkurhvítu. Skriðjökulröndin heldur áfram suður á
bóginn eins langt og augað eygir. En fyrir sunnan okkur er tind-
óttur hár fjallgarður [Fögrufjöll], jafnhliða þeim, er vér stöndum
á, og ná þessir fjallgarðar eins langt suður eins og vér sáum, allt
suður undir Torfajökul. í dældinni milli þessara tveggja fjall-