Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 50
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN legast um þriðju dúdúfuglstegundina að ræða. Bók Leguats var þýdd á ýmis tungumál og notuð sem heimildarrit dúdúfræðinga fram um 1920. En þá kemur upp úr kafinu, að bókin er helber tilbúningur. Franskur aðalsmaður með nafni höfundar liafði aldrei verið til, og þá ekki lieldur sá dúdúfugl, er bókin lýsir. En það hnekkir ekki þeim sennileik, að einhver stór dúdúfuglstegund hafi einhvern tíma lifað á Rodriguez. Og byggist sá sennileiki á beinafundinum þar. Þetta sýnir og sannar, að náttúrufræðingar eru aldrei of varkárir í vísindalegum efnum gagnvart umsögn- um manna, er þeir þekkja engin deili á. Til eru allmargar teikningar af dúdúfuglinum, sennilega eftir sjófarendur, er sigldu til eyjanna. En einnig eru til af honum mörg ágæt málverk, sem auðsjáanlega hafa verið gerð eftir lifandi fyrirmynd. Hollenzki dýrafræðingurinn A. C. Oudemanns hefur gert sér mikið far um að safna að sér myndum af fuglinum og upp- lýsingum um þær. Elztu myndina álítur hann vera frá 1561, og hljóti hún að vera gerð af Portúgölum, sem fyrstir fundu Maskar- enhas-eyjarnar. Árið 1626 koma fram tvær ágætar dúdúmyndir, mjög líkar hvor annarri, önnur túss-teikning eftir málarann Adri- an van de Venne, og er nú geymd í bókasafni háskólans í Utrecht, en hin olíumálverk eftir Gijsbert de Hondecoeter. Málverk þessi eru prýðilega gerð. Sonur þessa Gijsberts hét Melchior og var fræg- ur dýramálari. Frá árunum í kringum 1630 eru til 8 málverk af fuglinum, öll gerð af Hollendingnum Roeland de Savery. Fugl- inn er aðallega málaður frá hlið, en einnig í nokkrum öðrum stellingum. Líklegt er talið, að málverk þessi séu gerð eftir lif- andi fyrirmynd, enda dvaldi Savery um skeið við dýragarðinn í Vínarborg, og mætti ætla, að hann hafi útvegað dúdúfugl í garð- inn. Enda þótt myndir Saverys af fuglinum séu prýðisgóðar, þá kom fyrir aldarfjórðungi fram mynd, sem talin er sú langbezta af öllum myndum, er gerðar hafa verið af fuglinum. Sú mynd er þannig til komin: Maður: er nefndur Taylor White, sem uppi var á fyrri hluta 18. aldar og var mikill náttúrufræðingur; hann bjó í Nottinghamshire og átti gríðarstórt dýrasafn. Fékk hann beztu málara þeirra tíma til að mála myndir af fágætum dýrum, er í safni hans voru. Skömmu eftir 1920 voru allar dýrateikningarnar seldar á uppboði og lentu þær í háskólabókasafninu í Montreal í Kanada. Meðal annars var í safninu máluð mynd af dúdúfugli, gerð

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.