Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 32
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN algjörlega háð hafstraumunum og geta ekki af eigin rammleik synt úr einu straumkerfi í annað, heldur berast með þeirn straumi, sem er heimkynni þeirra. Eðlisþyngd svifdýranna er einnig lítið meiri en eðlisþyngd sjávarins, og eiga þau létt með að halda sér uppi og virðast helzt svífa í sjónum. Dýr úr ílestum flokkum dýraríkisins finnast í svifinu, og er ógerlegt að gera efninu nokkur skil í stuttu máli, aðeins verður hægt að drepa á nokkur atriði. Svifdýrunum má skipta í tvennt: hálfsvif, en jrað eru dýr, sem aðeins lifa hluta af ævi sinni sem svifdýr, og heilsvif, en það eru dýr, sem ala allan aldur sinn í svifinu. Til hálfsvifsins teljast lirfur ýmissa botn- og sunddýra, t. d. lirfur krossfiska og ígulkerja, skelja og kuðunga og svo fiskaegg og fiskaseiði. Sem gott dæmi um hálfsvif má nefna lirfur krossfiska. Að vori til frjógvast eggin í sjónum við botninn, brátt þróast hið frjógvaða egg í einkennilega lirfu, sem er mjög ólík fullorðnum krossfiski, lirfan syndir upp til yfirborðslaganna og lifir þar 6—8 vikur, en þá er svifskeiðinu lokið, lirfan fær srnátt og smátt á sig mynd liins fullorðna dýrs, leitar til botnsins og lifir þar, það sem eftir er æv- innar. Sum dýr hálfsvifsins eiga sér alleinkennilega þróunarsögu. Svo er t. d. um stjarnormategund eina. Úr framenda fullorðinna kvendýra þessarar tegundar gengur mikill rani eða renna. Þegar svifskeiði lirfunnar er lokið, leitar hún til botns. Lendi hún nú á rana fullorðins kvendýrs, þróast hún í karldýr, sem síðan lifir í líkama kvendýrsins. Lendi lirfan hins vegar á sjálfum botninum, þróast hún í kvendýr. Á vorin finnst urmull af botndýralirfum allt í kringum landið, og sérstaklega í flóum og fjörðum, þar sem mergð er botndýra. Einna mest gætir lirfa tífættra krabbadýra, en til þeirra teljast all- ir krabbar, rækjur og fleiri dýr. Oft gætir mjög hrúðurkarlalirfa, sérstaklega suðvestanlands. Mikilvægasti hluti hálfsvifsins er þó fiskaegg og fiskaseiði. Svif- tíminn er þeim mjög hættulegur og týna þau unnvörpum tölunni meðan á honum stendur. Eggin eru mjög viðkvæm fyrir öllu hnjaski og þola mjög illa hafrót. Óveður, sem geisar í lok hrygn- ingatímans, getur valdið því, að milljónir fiskaeggja farast í öldu- rótinu. Er seiðin hafa klakist úr eggi, lifa þau um skeið á næringu kviðpokans. En þegar hún er uppurin, þurfa þau að leita sér fæðu í svifinu, og eru þá ýmsar botndýralirfur ákjósanlegar sakir smæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.