Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 61
RITFREGNIR 203 svo hlaðnir skammstöfunum, að illt er að ráða fram úr. Þetta form gerir einnig meiri kröfur til prófarkalesara en venjuleg frásögn, því að í töflunni verða flestar prentvillur óþekkjanlegar nema þeim, sem efnið er kunnugt, en í venjulegri frásögn má miklu fremur vara sig á þeim. Vegna línubrengls í töflu (bls. 68) eru nafngreindir menn sagðir annast vatnshæðamæla í öðrum landshlutum en þeir eiga heima. Slíkar skyssur liljóta að veikja traust lesand- ans á öðrum (veigameiri) atriðum í töflunum. Mikils ósamræmis gætir í tilvitnunum í bækur og ritgerðir, einkum í töflu- dálkinum „Ýmsar skýringar og rit“ (bls. 45—61). Ritgerðir eru þar ýmist nefnd- ar með fullum titli eða titillinn skammstafaður eða titlinum sleppt og aðeins greint, hvar og í hvaða riti greinina er að finna, en efnið þá stundum gefið í skyn („Geir Gígja skrifar um leyndardóm Kleifarvatns . ..“), en skammstaf- anir sama nafns með ýmsu móti („G. Annaler“, „Geografiska Annaler“ og „Geogr. A.“). Ósamræmi fer aldrei vel, en verst í töflum, því að þær hafa á sér yfirskin nákvæmninnar. Heimildaskrá aftast í bókinni er ekki í stafrófsröð. Þar eru aðeins talin þau rit, 43 að tölu, sem í er vitnað í tveimur fyrstu köflum bókarinnar. En í þriðja (næstsíðasta) kaflanum er vitnað í fjölda annarra rita, sem þar eru í sérstökum, ofhlöðnum töfludálki (og misvel nafngreind, eins og fyrr var sagt). Vissulega liefði farið betur og tekið minna rúm að hafa eina rækilega heim- ildaskrá aftast í bókinni, þar sem höfundar væru taldir í stafrófsröð, og vísa til hennar hvar sem þurfa þótti í allri bókinni. Enskukunnátta mín er minni en svo, að mér farist að dæma um hinn enska texta bókarinnar, en heldur þykja mér afkáralegar eftirtaldar þýðingar á ís- lenzkum fræðiorðum. Bergvatnsá == „non-glacier fed river“, (jökulá er aftur á móti þýtt ýmist „glacial stream" eða glacier river“), dragá = „direct run- off river“ og lindá = „spring-fed river“. En var nokkur nauðsyn að þýða þessi orð? íslendingar skilgreindu fyrstir þessi liugtök, og því er eðlilegast að hin íslenzku nöfn þeirra verði alþjóðleg fræðiheiti. Vel fer á því, að slík orð beri með sér, hvaðan þau eru upprunnin. Mundu ekki nöfn eins og „berg- catti river“, („jökul river"), „draga river“ og „linda river" sóma sér í fræði- riti á ensku? Sú tunga hefur vissulega stundum gleypt óþjálli bita úr öðrum tungum (sbr. „pahoehoe“, „thalweg", „kjökkenmöddinger'* og „jökulhlaup"). Það, sem liér að framan er fundið að í þessari bók, er nær eingöngu stíls- og framsetningaratriði. Ég hef ekki fundið neinar efnislegar villur í henni, og fróðleikur hennar er svo rnikill og girnilegur, að mjög fárra af þeirn bókum, sem út hafa komið síðustu árin, vildi ég síður án vera. Guðmundar Kjartansson. ANDREW C. O’DELL: The Scandinavian World. 549 bls., 199 myndir. Long- mans, Green and Co. London 1957. í erlendum háskólakennslubókum í landafræði er lilutur íslands venjulega nokkuð skarður. Stafar það m. a. af því, að Islendingar hafa sjálfir lagt svo lítið af mörkum um landfræðilega rannsókn á landi sínu. Hér á landi er enn ekki litið á landafræði sem vísindagrein, heldur sem snakkfag í barnaskólum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.