Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Úr landkönnunarsögu Björn Gunnlaugsson fann ekki Langasjó á landmælingaferðum sínum 1831—1843 og mun engar spurnir hafa af honum haft, því að á Uppdrætti íslands (1844), sem gerður var eftir þeim mæling- um, er ekkert stöðuvatn sýnt nálægt Vatnajökli milli Skaftár og Tungnár, en upptök beggja ánna og Hverfisfljóts að auki teiknuð fast livert við annað úr suðvesturhorni jökulsins. Um þetta hefur Björn bersýnilega ekki haft við annað að styðjast en það, sem þá var haft fyrir satt í næstu sveitum, að Jressar ár ættu allar sömu upptök. Sveinn Pálsson (1945, bls. 470) gerir svo grein fyrir þess- ari skoðun: „Hverfisfljót, Skal'tá og Tungná eru mikil jökulvötn, sem full- yrt er, að eigi öll sameiginleg upptök í Skaftárjökli, en engar eru heimildir fyrir því utan frásögn þessi: Einu sinni strauk óbóta- maður úr Norðurlandi, og sakir ókunnugleika hætti hann sér þvert yfir hinar miklu sandauðnir vestan Klofajökuls. Vegna ill- viðris og þoku villtist liann, en rakst þó loks á jökuljaðarinn og fylgdi honum stöðugt á vinstri hönd, unz hann kom þar að, sem mikil og ófær elfur brauzt undan jöklinum. Fylgdi liann nú ánni um hríð, unz hún greindist í þrjár kvíslar hjá kletti einum, virtist lionum ein falla í SA, og er talið, að það sé Hverfisfljót. Önnur féll í SV og mundi vera Skaftá. Hin þriðja féll í V, og á það að vera Tungná. Yfir hana á maðurinn að hafa komizt á steinboga. Síðan fylgdi hann miðkvíslinni án þess að vita, hvar hann fór og fannst loks af fjárleitarmönnum nokkrum á Búlandsheiði upp af Skaftártungunni, aðfram kominn af hungri og klæðleysi (því að föt sín varð hann að binda um fætur sér sakir skóleysis til þess að geta gengið). Ég tek enga ábyrgð á sannleiksgildi þessarar sögu, sem gæti þó verið sönn.“ (Þýðing Jóns Eyþórssonar úr dönsku.) Naumast er þörf annarra athugasemda við þessa sögu en þeirra, sem Sveinn Pálsson gerir sjálfur og hér voru til færðar. Þess má þó geta, að á Tungná hefur nú fundizt steinbogi, sem Sveinn vissi ekkert um, en gæti verið sá, sem norðlendingurinn gekk yfir ána. Hann er rétt ofan við buginn, þar sem Tungná sveigir austur að jöklinum framan við Jökulgrindur, aðeins 3 km ofan við skála Jöklarannsóknafélags íslands í Tungnárbotnum fremri. Boginn er þykk og heilleg helluhraunsspöng, slétt að ofan og væri nægi- lega breið fyrir jeppabíl, en brekkan upp frá ánni að austan er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.