Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Úr landkönnunarsögu Björn Gunnlaugsson fann ekki Langasjó á landmælingaferðum sínum 1831—1843 og mun engar spurnir hafa af honum haft, því að á Uppdrætti íslands (1844), sem gerður var eftir þeim mæling- um, er ekkert stöðuvatn sýnt nálægt Vatnajökli milli Skaftár og Tungnár, en upptök beggja ánna og Hverfisfljóts að auki teiknuð fast livert við annað úr suðvesturhorni jökulsins. Um þetta hefur Björn bersýnilega ekki haft við annað að styðjast en það, sem þá var haft fyrir satt í næstu sveitum, að Jressar ár ættu allar sömu upptök. Sveinn Pálsson (1945, bls. 470) gerir svo grein fyrir þess- ari skoðun: „Hverfisfljót, Skal'tá og Tungná eru mikil jökulvötn, sem full- yrt er, að eigi öll sameiginleg upptök í Skaftárjökli, en engar eru heimildir fyrir því utan frásögn þessi: Einu sinni strauk óbóta- maður úr Norðurlandi, og sakir ókunnugleika hætti hann sér þvert yfir hinar miklu sandauðnir vestan Klofajökuls. Vegna ill- viðris og þoku villtist liann, en rakst þó loks á jökuljaðarinn og fylgdi honum stöðugt á vinstri hönd, unz hann kom þar að, sem mikil og ófær elfur brauzt undan jöklinum. Fylgdi liann nú ánni um hríð, unz hún greindist í þrjár kvíslar hjá kletti einum, virtist lionum ein falla í SA, og er talið, að það sé Hverfisfljót. Önnur féll í SV og mundi vera Skaftá. Hin þriðja féll í V, og á það að vera Tungná. Yfir hana á maðurinn að hafa komizt á steinboga. Síðan fylgdi hann miðkvíslinni án þess að vita, hvar hann fór og fannst loks af fjárleitarmönnum nokkrum á Búlandsheiði upp af Skaftártungunni, aðfram kominn af hungri og klæðleysi (því að föt sín varð hann að binda um fætur sér sakir skóleysis til þess að geta gengið). Ég tek enga ábyrgð á sannleiksgildi þessarar sögu, sem gæti þó verið sönn.“ (Þýðing Jóns Eyþórssonar úr dönsku.) Naumast er þörf annarra athugasemda við þessa sögu en þeirra, sem Sveinn Pálsson gerir sjálfur og hér voru til færðar. Þess má þó geta, að á Tungná hefur nú fundizt steinbogi, sem Sveinn vissi ekkert um, en gæti verið sá, sem norðlendingurinn gekk yfir ána. Hann er rétt ofan við buginn, þar sem Tungná sveigir austur að jöklinum framan við Jökulgrindur, aðeins 3 km ofan við skála Jöklarannsóknafélags íslands í Tungnárbotnum fremri. Boginn er þykk og heilleg helluhraunsspöng, slétt að ofan og væri nægi- lega breið fyrir jeppabíl, en brekkan upp frá ánni að austan er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.