Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 24
166 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Sjálfur útfallsósinn er aðeins um 15 nr breiður, og hefur lrann sagað sig allt að 10 m niður í útfallsþröskuldinn, sem er allur úr móbergi. Sú skora er með lóðréttum veggjum, og ef til vatnsvirkj- unar kæmi, væri þarna ágætt stíflustæði að öðru leyti en því, að erfitt er að komast að því. Móbergið er heillegt að sjá og ekki því líkt, að miklar lekaæðar liggi um það. Þó mun einhver leki eiga sér stað undir útfallsþröskuldinn. Það sýna allvatnsmiklar lindir, sem koma fram niðri við lón norðan ár. En þær eru með tæru vatni, og bendir það til, að hið skoluga jökulvatn úr Langasjó síist um fínar bergglufur, en renni ekki um óslitnar æðar. Mjög víða á ströndunum við Langasjó og í eyjum lians og hólm- um eru tvær glöggar strandlínur eftir hærri vatnsstöðu en nú er. Ég skoðaði þær bezt innan til við Sveinstind og mældist hin lægri 3,5 m og hin efri 5,5 m yfir vatnsborð. Þær koma víðast fram sem lítil brimþrep í lausum jarðlögum eða kambar úr kastmöl, en eru sums staðar (t. d. við Fagrafjörð og Útfallið) klappaðar í fast berg sem mjóir stallar eða láréttar skorur og skútar. Hæð strand- línanna virðist söm allt í kringum vatnið. Þær sýna, að vatnsborð- ið hefur lækkað tvisvar, en verið nokkuð stöðugt þess á milli. Ástæð- an er eflaust sú, að útfallið úr vatninu hefur skorizt niður, einnig í tveimur lotum. Efsta strandlínan (5,5 m) er svo skarpt mörkuð, að ætla mætti, að vatnsborðið hafi legið við hana öldum saman. Líkt er þessu farið um neðri strandlínuna (3,5 m), þótt mér virðist hún naum- ast eins glögg. En strandlínan, sem liggur við núverandi vatns- borð (0 m) og enn er í myndun, virðist heldur skemmra á veg komin en hvor hinna. Marka ég þetta helzt af stærð skúta og gjögra, sem brim hefur sorfið í fast berg, og er það vissulega mjög ónákvæmur mælikvarði. Það sem eftir stendur af móbergsþröskuldinum við núverandi útfall úr Langasjó, er allt nokkrum metrum hærra en efsta strand- línan. En ekki er nema sennilegt, að dálítill slakki hafi upphaf- lega verið í þröskuldinn þar, sem útfallsskoran er nú, og hafi hæð þess slakka ráðið hæð hins forna vatnsborðs við efstu strandlínuna. Útfall úr stöðuvatni veltir engri grjótmylsnu eftir botninum og vinnur því lítið sem ekkert á botnklöppinni. Því hefur útfallinu úr Langasjó unnizt mjög seint að grafa sig niður, þó að straumkast sé ærið og botnklöpp í linara lagi. Ef til vill hafa sérstök sjaldgæf atvik hjálpað til í þau tvö skipti, sem Útfallinu miðaði nokkuð að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.