Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 60
202 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tegundir, veðurfar og jarðmyndun; Vatnasvið íslands og stærztu ár; Vatns- hæðarmælingar og rit um vötn; Niðurstöður mælinga. Þessar fyrirsagnir gefa vel í skyn efni bókarinnar. Formálanum og þremur fyrstu köflunum fylgir útdráttur eða þýðing á ensku. En tveir síðustu kaflarnir, sem eru fullir tveir þriðju hlutar bókarinnar að lengd, eru að mestu í töflu formi. Þar er mikið um tákn og skammstafanir. Flvort tveggja er að vísu skýrt bæði á íslenzku og ensku, en þó engan veginn auðlesið fyrr en eftir nokkra æfingu. Síðan vatnamælingar hér á landi voru lagðar undir embætti raforku- málastjóra með lögum frá 1946, hefur komizt verulegur skriður á þær. Til mælingastarfsins valdist réttur maður: Sigurjón Rist, höfundur þessarar bókar. í henni, einkum síðasta kaflanum, birtist fyrsta sinni á prenti árangurinn af tíu ára starfi hans, og sá árangur er að mínu viti aðdáanlega mikill. Þekk- ingu okkar á rennsli og öðrum háttum íslenzkra vatnsfalla hefur fleygt fram á þessum árum. Áður vissum við ekki einu sinni hverjar voru stærstu ár lands- ins. Þjórsá var talin stærst, en nú liefur Ölfusá reynzt jafnstór, meðalrennsli livorrar (táknað MQ í bókinni) 385 rúmmetrar á sekúndu. Nú getum við í síðasta kafla bókarinnar flett upp mælinganiðurstöðum Sigurjóns um allar stórár landsins og fjölda minni vatnsfalla. Tilgreindir mælistaðir eru nær 300, og á mörgum þeirra var mælt oft, á öllum tímum árs og í alls konar tíðarfari. Bæði þarna og framar í bókinni er mikinn fróðleik að finna um vatnafræði (hýdrólógíu) íslands. En sú fræðigrein grípur mjög inn á svið landafræði, jarðfræði og veðurfræði, og er bók Sigurjóns hinn mesti fengur öllum þeim, sem þessi fræði iðka að atvinnu eða af áhuga. Vatnamælingar eru þó umfram allt hagnýtar rannsóknir. Örugg vitneskja um rennslisháttu vatnsfallanna er nauðsynleg, þegar gera skal áætlanir um virkjanir til orkuvinnslu. Þetta vita þeir vel, sem með raforkumál fara, og því er nú vel búið að vatnamælingunum og miklu til þeirra kostað hjá því sem áður var. Og afköstin við að grafa upp hagnýtan fróðleik liafa aukizt meira en að sama skapi. Þar er eins og jarðýta hafi tekið við af páli og reku. Þetta er fyrst og fremst að þakka áhuga og liæfileikum Sigurjóns Rists. Um dugnað hans og harðfengi liafa þegar orðið til þjóðsögur, en hitt eru engar ýkjur, að honum er leikur cinn að vaða stærstu ár landsins, jafnvel þar sem þær eru taldar skarpófærar á hestum vegna dýptar og straumþunga. Ekki munu allir, sem fletta hinum gljásléttu, mynd- skreyttu blöðum þessarar bókar, þar sem hvergi stendur orð um vos eða svaðilfarir, gera sér rétta hugmynd um það, livers konar vinna hér liggur að baki. Það geta þeir einir, sem til þekkja, lesið á milli línanna. Ekki þykir mér hinn mikli nýfengni fróðleikur, sem þessi bók hefur að geyma, alls staðar að sama skapi ljóst og lipurlega fram borinn sem hann er þarfur og hugðnæmur, og skal ég að lokum benda á nokkur atriði, sem mér falla ekki í geð. „Aur“ (bls. 10, 23 og víðar) er óheppilegt orð um grugg eða (jökul-)gorm í vatni, því að það hefur hingað til helzt verið notað um hið grófara set jökul- vatna (malar- og hnullungaeyrar). Töfluformið á tveimur síðustu köflum bókarinnar fer ekki vel. Að því er enginn rúmsparnaður, heldur á hinn bóginn mikil eyðsla á ágætum pappír, því að sumir dálkarnir eru auðir á löngum köflum, en annars staðar eru þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.