Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN garða er geysistórt vatn með jökullit. Það er mjótt, en svo langt, að við sáum ekki fyrir endann á því, enda hverfur það yzt í suðri inn á milli múla, höfða og hárra tinda. Jökullinn gengur fram í efsta enda þess, lokar honum þvert yfir dalinn milli fjallgarðanna, og þess vegna er líka jökullitur á vatninu. Víða ganga höfðar og nes fram í vatnið, og hálendar eyjar eru í því sumstaðar, en hvergi var gróður sjáanlegur. Samt er landslagið þar í kring hrikalegt, fagurt og margbrotið, því fellin og tindarnir eru svo kynlega lag- aðir og hinir rauðu, mórauðu og gulu litir í móberginu stinga vel af við hvítgrænt vatnið og fannhvítar bungurnar á Vatnajökli. Við kölluðum vatnið Langasjó. Nálægt suðurenda þess er hár tind- ur, einkennilega lagaður, sem ber mikið af fjöllunum þar í kring [þ. e. Bjarnatindur, er Þorv. nefndi síðar Sveinstind]. Hinumegin við fjallgarðinn fyrir sunnan Langasjó er flatlendi. Sést þar votta fyrir vötnum fram með jöklinum, og gegnum skörðin glitrar hér og hvar í kvíslar, líklega Skaftá, sem að öllum líkindum kemur úr jöklinum í krikanum fyrir sunnan þenna fjallgarð, en ekki gát- um við séð, hvort nokkur kvísl rennur í hana úr Langasjó." (Þorv. Thoroddsen 1890. bls. 81, og örlítið breytt 1914, bls. 260). Þorvaldur kom að Langasjó öðru sinni 24. júlí 1893 og þá að suðvesturenda hans, undir Sveinstindi. í næstu ferðasögu sinni (Þorv. Th. 1894, bls. 97—99) tekur hann upp aftur hið helzta úr fyrri lýsingu sinni á vatninu, en bætir við nýjum athugasemd- um, m. a.: „Skriðjökull gengur niður í norðurenda vatnsins. . . . Langisjór er 3 mílur á lengd, en ekki nema úr mílu á breidd. . .. Fjall- garðarnir beggja megin eru viðlíka háir (2800—3000 fet), en syðst í Fögrufjöllum, við suðurenda vatnsins, er hár hnúkur, sem ber af öllum öðrum og sézt mjög langt að. Hann er hér um bil 3500 fet á hæð. Tind þenna kölluðum við Sveinstind eftir Sveini Páls- syni, sem allra manna bezt hefir ritað um fjöll og jökla í Skafta- fellssýslum. Sjálft vatnið liggur 2136 fet fyrir ofan sævarmál. Ekk- ert hefir það afrennsli suður á bóginn nema kvísl þá, er rennur í Rótagil [þ. e. Hvanngil]. Hún síast úr vatninu gegnum sand- öldurnar. Á vorin, þegar leysingar eru, vex vatnið töluvert. Það sést á fjörumörkum fram með ströndinni, og þá rennur eflaust meira vatn í kvíslina." Þegar þess er gætt, hve Þorvaldur Thoroddsen hafði lítinn tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.