Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 44
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eyjunum. Árið 1598 rákust Hollendingar á eyjarnar, en settust
þó ekki þar að fyrr en 1642, og nefndu þeir stærstu eyjuna Mauritius.
Árið 1712 fluttu Hollendingar sig þaðan og Frakkar tóku þar
búsetu og skírðu eyjuna Isle de France. Englendingar unnu eyjuna
af Frökkum árið 1810 og fékk hún þá Mauritiusar-nafnið á nýjan
leik. Hefur eyjan síðan verið talin brezk nýlenda. Þannig er því
einnig háttað með aðra litla eyju, sem nefnd er Rodriguez. En eyj-
an Réunion í eyjaklasa þessum er aftur á móti frönsk nýlenda, en
sú eyja hét upphaflega Bourbon.
Umræddar eyjar voru óbyggðar, þegar Maskarenhas fann þær.
Nú búa þar menn af ýmsum ólíkum kynþáttum, þar á meðal
Indverjar og Negrar.
Eyjarnar eru nokkuð eldbrunnar og fjöllóttar og þar er hita-
beltisloftslag. Moldin er frjó og eru ræktaðar þar margar tegundir
hitabeltisjurta, svo sem sykurreyr, maís, lirísgrjón, vanilla, kókos-
hnetur og fleira. Menningin hefur fyrir löngu haldið innreið sína
á eyjarnar, svo að ferðamaðurinn, er þangað kemur, verður fyrir
vonbrigðum, ef hann hefur búizt við að finna þar ósnortið jurta-
og dýralíf og frumstæða þjóð.
En sú var tíðin, að margt merkilegt var að sjá á eyjum þessum.
Til er stutt lýsing á eyjunum eftir Maskarenhas, og þar minnist
hann á stóra og furðulega fugla, er líktust svönum. Voru þeir
hópum saman á eynni Mauritius. Af þessum sökum var eyjan síð-
ar oft kölluð Svanaeyjan. Nær 100 árum síðar, þegar Hollending-
ar stigu á land á eyjum þessum, höfðu þeir svipaða sögu að segja,
aðeins enn ýtarlegri. Hollendingurinn Jakob Cornelius van Neck,
er dvaldi um skeið á eyjunum, skrifaði bók um för sína þangað;
sri bók kom út árið 1601. Hann skýrir frá því meðal annars, að
á eyjunum sé fjöldi af dúfum, páfagaukum og öðrum fuglum, þar
á meðal fugl, sem sé eins stór og svanur og hafi topp upp úr höfð-
inu, enga vængi, aðeins 3 eða 4 smáar flugfjaðrir og 3—4 hring-
aðar, gráar fjaðrir í staðinn fyrir stél. Hann gerði og teikningu
af fugli þessum, sem liefur enginn annar verið en hinn svokall-
aði dúdúfugl. Teikning van Necks er talin gefa furðu góða hug-
mynd um útlit fuglsins, að dómi nútímafuglafræðinga.
Meðan Hollendingar dvöldu á eyjunum drápu þeir dúdúfugl-
inn miskunnarlaust sér til matar. Er t. d. sagt frá því í einum
ferðapistli Hollendings nokkurs, að ein skipshöfn hafi drepið 150