Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 52
Þór GuÖjónsson:
Stórir laxar
Það þykir jafnan tíðindum sæta, þegar veiðast risar rneðal dýr-
anna. Veiði stóra laxins við Grímsey 8. apríl síðastliðinn vakti
að vonum mikla athygli. Óli Bjarnason, sjómaður í Grímsey, veiddi
laxinn í þorskanet, er hann hafði lagt um 400 m vestur af eynni.
Var netið með 4 þuml. teini. Laxinn var 132 cm að lengd og vóg
49 pd (24i/2 kg) blóðgaður. Má ætla, að hann hafi verið nær 50
pd með blóðinu. Mesta ummál hans var 72 cm. Höfuðlengd lax-
ins var tæplega 14 af lieildarlengdinni. Laxinn reyndist vera 10
vetra gamall og hafði dvalizt 4 vetur í fersku vatni, áður en hann
gekk fyrst í sjó. Hann hafði hrygnt tvisvar, 7 vetra og 9 vetra gam-
all. Laxinum var gotið haustið 1946. Vorið 1951 gekk hann í sjó
í fyrsta skipti, þá nál. 16 cm langur. Sumarið 1953 gekk hann í
ána til þess að hrygna, og má ætla að hann liafi verið nál. 80 cm
að lengd. Sumarið 1955 gekk hann öðru sinni þá nál. 120 cm að
lengd. Laxinn hefur gengið til sjávar veturinn 1955—56. Eftir um
árs veru í sjó veiddist hann mánudaginn 8. apríl í þorskanet við
Grímsey, svo sem fyrr segir, við botn á 16 m dýpi. Laxinn hafði
fest sig á hausnum í netinu og vöðlað því utan um sig. Þegar net-
ið var innbyrt, var mjög af laxinum dregið.
Telja má líklegt, að risalaxinn frá Grímsey, sem almennt hef-
ur verið kallaður Grímseyjarlaxinn, sé íslenzkur að uppruna. Hann
gæti vel hafa verið úr Laxá í Þingeyjarsýslu, eins og margir hafa
getið sér til, því að í þá á ganga óvenjulega stórir laxar. Þegar
laxinn gekk í sjó að aflokinni hrygningu, líklega fyrri hluta árs
1956, var hann af svipaðri stærð og stærstu laxar, sem veiðast í
Laxá.
Lax hefur áður veiðzt við Grímsey, og er greinarhöfundi kunn-
ugt um tvo laxa, sem fengizt hafa þar í snurpinætur að sumarlagi.
Annar laxinn veiddist af ms. Eldborg frá Borgarnesi í júlí 1938,