Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 51
DÚDÚFUGLINN
193
af Charles Collins árið 1736. Lítur Iielzt út fyrir, að myndin sé
máluð eftir upptroðnu eintaki af fuglinum, sem verið hefur í safni
Taylors White. Mynd Collins er nú notuð í flestum bókum, er
sýna eiga dúdúfuglinn í sinni réttu mynd.
Frá því fyrsta liafa komið út fjölmörg stærri og smærri rit og
ritgerðir um dúdúfuglinn, og margir hafa orðið til þess að rann-
saka uppruna hans og lifnaðarhætti, jafnvel svo að orðið dodolog,
þ. e. dúdúfræðingur, er löngu komið í notkun á Vesturlöndum. Til
fróðleiks skal hér getið aðeins tveggja ágætra rita um þetta efni. Ann-
að þeirra kom út í Oxford 1848 og heitir The Dodo a?id its Ki?idred
(Dúdúfuglinn og skyldar tegundir), eftir H. E. Strickland og A. G.
Melville. í bók þessari er lýsing á Maskarenhas-eyjunum, samanburð-
arbfeinafræði fuglsins og dúfna og yfirleitt allt, sem um fuglinn var
vitað fram að miðri 19. öld. Auk þess er í bókinni fjöldi mynda.
Hin bókin er eftir hollenzka dýrafræðinginn A. C. Oudemanns
og heitir Dodostudie?i (Rannsóknir á dúdúfuglinum). Hún kom
út 1918. Er hún mjög ítarleg og gefur svör við fjölmörgum vafa-
spurningum, er lengi liöfðu verið á dagskrá viðvíkjandi dúdúfugl-
inum.
En hversu margar bækur, sem ritaðar verða um þenna kynlega
fugl, og hversu margir dúdúfræðingar, sem fram kunna að koma,
þá verður dúdúfuglinn aldrei framar vakinn til lífsins. Hér hefur
maðurinn sem oftar tekið fyrir kverkarnar á eðlilegri þróun jarð-
lífsins. Urðu ekki örlög geirfuglsins okkar þau sömu og dúdú-
fuglsins?
Nú á tímum er nokkuð gert að því að friða fágætar jurtir og
dýr fyrir ágangi mannsins, svo að ekki komi til fullrar útrýmingar.
Það er að vísu nokkur vörn, en ekki fullnægjandi, því að enn vantar
mannkindina ekki viljann til að ganga á milli bols og höfuðs á
sjaldséðum tegundum í ríki náttúrunnar — því er ver og miður.