Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þessi skoðun virðist þó hafa heldur litla stoð í því, sem gerzt hefur í sambandi við sprungumyndanir á þessu móbergssvæði á síðustu árþúsundum, og á ég þar við Lakasprunguna, Eldgjá, ung- legu gígaröðina í Veiðivötnum, Heljargjá o. fl. Ekkert verulegt misgengi hefur orðið um þessar sprungur — nema helzt Heljargjá, og er það þar þó aðeins með þeim hætti, að „gjáin“ sjálf er sigin landræma, allt að Í000 m breið, milli lóðréttra brotsára í lirauni og móbergi. Eldgjá er einnig víð á köflum, um 600 m og mjög djúp. Tel ég ekki ósennilegt, að sum sund og geilar milli fjall- garða, sérstaklega hin langa og beina geil eftir Fögrufjöllum, séu hliðstæðar myndanir við þessar gjár. Munurinn kynni að liggja í því, að gjárnar eru vngri og til orðnar undir berum himni, en móbergsgeilarnar eldri og myndaðar í ísaldarjökli. Önnur skoðun á myndun móbergslandslags er sú, að fjöllin hafi hlaðizt upp í eldgosum eins og hver önnur eldfjöll, en þó raunar að meira eða minna leyti á kafi í jökli eða leysingarvatni úr jökli, og hafi þau fengið lögun sína af að mótast í geil á milli ísveggja, sem héldu að á allar hliðar, meðan á upphleðslunni stóð. Við skul- um kalla þetta upphleðslukenninguna. Þessa skoðun lét ég fyrst í ljós sem sennilegasta tilgátu um landslagsmyndun á móbergssvæð- inu í vestanverðri Árnessýslu (Guðm. Kj. 1943 bls. 115—118). Kanadískur jarðfræðingur að nafni W. H. Mathews (1947, 1952) skýrði síðar á mjög svipaðan hátt myndun nokkurra fjalla af sér- stakri gerð (svon. tuyas) í British Columbia, N.-Am. Enn fremur getur hann þess til, að líkt muni standa á hér á íslandi um fjöll af svipaðri gerð, sem hann hefur ekki séð, en lesið um eftir Nielsen og Noe-Nygaard, og nefnir til dæmis fjöll í Ódáðahrauni: Búr- fell, Bláfjall, Sellandafjall og Herðubreið. Enn síðar, sumarið 1950, rannsökuðu hollenzku jarðfræðingarn- ir R. V. van Bemmelen og M. G. Rutten móbergssvæðið á Norður- landi og komust þar í öllum aðalatriðum að sömu niðurstöðu og ég hafði komizt að í Árnessýslu (Bemmelen & Rutten 1955). Hvorki Mathews né Hollendingarnir virðast liafa haft nokkurn pata af niðurstöðum rannsókna minna í Árnessýslu, enda höfðu þær aðeins verið birtar á íslenzku (1. cit.); og ekki er að sjá, að þeim Bemmelen og Rutten hafi heldur verið kunnugt um niðurstöður Mathews í Kanada. Hafa því þrír aðiljar óháðir hver öðrum skýrt á sama hátt uppruna sérstakrar fjallgerðar, sem þeir hafa rannsakað hver á sínu svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.