Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þessi skoðun virðist þó hafa heldur litla stoð í því, sem gerzt hefur í sambandi við sprungumyndanir á þessu móbergssvæði á síðustu árþúsundum, og á ég þar við Lakasprunguna, Eldgjá, ung- legu gígaröðina í Veiðivötnum, Heljargjá o. fl. Ekkert verulegt misgengi hefur orðið um þessar sprungur — nema helzt Heljargjá, og er það þar þó aðeins með þeim hætti, að „gjáin“ sjálf er sigin landræma, allt að Í000 m breið, milli lóðréttra brotsára í lirauni og móbergi. Eldgjá er einnig víð á köflum, um 600 m og mjög djúp. Tel ég ekki ósennilegt, að sum sund og geilar milli fjall- garða, sérstaklega hin langa og beina geil eftir Fögrufjöllum, séu hliðstæðar myndanir við þessar gjár. Munurinn kynni að liggja í því, að gjárnar eru vngri og til orðnar undir berum himni, en móbergsgeilarnar eldri og myndaðar í ísaldarjökli. Önnur skoðun á myndun móbergslandslags er sú, að fjöllin hafi hlaðizt upp í eldgosum eins og hver önnur eldfjöll, en þó raunar að meira eða minna leyti á kafi í jökli eða leysingarvatni úr jökli, og hafi þau fengið lögun sína af að mótast í geil á milli ísveggja, sem héldu að á allar hliðar, meðan á upphleðslunni stóð. Við skul- um kalla þetta upphleðslukenninguna. Þessa skoðun lét ég fyrst í ljós sem sennilegasta tilgátu um landslagsmyndun á móbergssvæð- inu í vestanverðri Árnessýslu (Guðm. Kj. 1943 bls. 115—118). Kanadískur jarðfræðingur að nafni W. H. Mathews (1947, 1952) skýrði síðar á mjög svipaðan hátt myndun nokkurra fjalla af sér- stakri gerð (svon. tuyas) í British Columbia, N.-Am. Enn fremur getur hann þess til, að líkt muni standa á hér á íslandi um fjöll af svipaðri gerð, sem hann hefur ekki séð, en lesið um eftir Nielsen og Noe-Nygaard, og nefnir til dæmis fjöll í Ódáðahrauni: Búr- fell, Bláfjall, Sellandafjall og Herðubreið. Enn síðar, sumarið 1950, rannsökuðu hollenzku jarðfræðingarn- ir R. V. van Bemmelen og M. G. Rutten móbergssvæðið á Norður- landi og komust þar í öllum aðalatriðum að sömu niðurstöðu og ég hafði komizt að í Árnessýslu (Bemmelen & Rutten 1955). Hvorki Mathews né Hollendingarnir virðast liafa haft nokkurn pata af niðurstöðum rannsókna minna í Árnessýslu, enda höfðu þær aðeins verið birtar á íslenzku (1. cit.); og ekki er að sjá, að þeim Bemmelen og Rutten hafi heldur verið kunnugt um niðurstöður Mathews í Kanada. Hafa því þrír aðiljar óháðir hver öðrum skýrt á sama hátt uppruna sérstakrar fjallgerðar, sem þeir hafa rannsakað hver á sínu svæði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.