Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 61
RITFREGNIR
203
svo hlaðnir skammstöfunum, að illt er að ráða fram úr. Þetta form gerir einnig
meiri kröfur til prófarkalesara en venjuleg frásögn, því að í töflunni verða
flestar prentvillur óþekkjanlegar nema þeim, sem efnið er kunnugt, en í
venjulegri frásögn má miklu fremur vara sig á þeim. Vegna línubrengls í
töflu (bls. 68) eru nafngreindir menn sagðir annast vatnshæðamæla í öðrum
landshlutum en þeir eiga heima. Slíkar skyssur liljóta að veikja traust lesand-
ans á öðrum (veigameiri) atriðum í töflunum.
Mikils ósamræmis gætir í tilvitnunum í bækur og ritgerðir, einkum í töflu-
dálkinum „Ýmsar skýringar og rit“ (bls. 45—61). Ritgerðir eru þar ýmist nefnd-
ar með fullum titli eða titillinn skammstafaður eða titlinum sleppt og aðeins
greint, hvar og í hvaða riti greinina er að finna, en efnið þá stundum gefið í
skyn („Geir Gígja skrifar um leyndardóm Kleifarvatns . ..“), en skammstaf-
anir sama nafns með ýmsu móti („G. Annaler“, „Geografiska Annaler“ og
„Geogr. A.“). Ósamræmi fer aldrei vel, en verst í töflum, því að þær hafa á
sér yfirskin nákvæmninnar.
Heimildaskrá aftast í bókinni er ekki í stafrófsröð. Þar eru aðeins talin þau
rit, 43 að tölu, sem í er vitnað í tveimur fyrstu köflum bókarinnar. En í
þriðja (næstsíðasta) kaflanum er vitnað í fjölda annarra rita, sem þar eru í
sérstökum, ofhlöðnum töfludálki (og misvel nafngreind, eins og fyrr var sagt).
Vissulega liefði farið betur og tekið minna rúm að hafa eina rækilega heim-
ildaskrá aftast í bókinni, þar sem höfundar væru taldir í stafrófsröð, og vísa
til hennar hvar sem þurfa þótti í allri bókinni.
Enskukunnátta mín er minni en svo, að mér farist að dæma um hinn enska
texta bókarinnar, en heldur þykja mér afkáralegar eftirtaldar þýðingar á ís-
lenzkum fræðiorðum. Bergvatnsá == „non-glacier fed river“, (jökulá er aftur
á móti þýtt ýmist „glacial stream" eða glacier river“), dragá = „direct run-
off river“ og lindá = „spring-fed river“. En var nokkur nauðsyn að þýða
þessi orð? íslendingar skilgreindu fyrstir þessi liugtök, og því er eðlilegast að
hin íslenzku nöfn þeirra verði alþjóðleg fræðiheiti. Vel fer á því, að slík orð
beri með sér, hvaðan þau eru upprunnin. Mundu ekki nöfn eins og „berg-
catti river“, („jökul river"), „draga river“ og „linda river" sóma sér í fræði-
riti á ensku? Sú tunga hefur vissulega stundum gleypt óþjálli bita úr öðrum
tungum (sbr. „pahoehoe“, „thalweg", „kjökkenmöddinger'* og „jökulhlaup").
Það, sem liér að framan er fundið að í þessari bók, er nær eingöngu stíls-
og framsetningaratriði. Ég hef ekki fundið neinar efnislegar villur í henni,
og fróðleikur hennar er svo rnikill og girnilegur, að mjög fárra af þeirn bókum,
sem út hafa komið síðustu árin, vildi ég síður án vera.
Guðmundar Kjartansson.
ANDREW C. O’DELL: The Scandinavian World. 549 bls., 199 myndir. Long-
mans, Green and Co. London 1957.
í erlendum háskólakennslubókum í landafræði er lilutur íslands venjulega
nokkuð skarður. Stafar það m. a. af því, að Islendingar hafa sjálfir lagt svo
lítið af mörkum um landfræðilega rannsókn á landi sínu. Hér á landi er enn
ekki litið á landafræði sem vísindagrein, heldur sem snakkfag í barnaskólum og