Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 12
154 N ÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN Fagriíjörður, í gegnum norðuríjallgarðinn inn í geilina og svo fast upp að rótum suðurfjallgarðsins, að þar verður annað hvort að ríða forvaða undir klettum — Háskanefi og öðrum til — eða klöngr- ast framhjá uppi í brekkum. Svo djúpir eru forvaðarnir, að þar þykir ófært, þegar mikil alda er á vatninu. Hinn 4. september gengum við á Sveinstind og ókum fram að Búlandi í Skaftártungu. Hér að framan hef ég þegar lýst nokkuð Langasjó og umhverfi lians, en mest með annarra orðum, sem ég get staðfest af eigin raun. Það, sem hér fer á eftir, er að miklu leyti árangur af ferðum mínum síðastliðin sumur. Berg og landslag Tungnáröræfi, eins og þau voru skilgreind í upphafi þessarar greinar, eru norðausturhlutinn af hinu mikla móbergssvæði Mið- Suðurlands og h. u. b. helmingur þess að stærð, og einmitt þessi hluti er sérstaklega eindregið móbergssvæði: Berggrunnurinn er eingöngu úr móbergi ásamt þess konar ívafi af blágrýti, sem því er vant að fylgja, en það blágrýti er mest bólstraberg og óregluleg- ir gangar og æðar. Nafnið móberg er hér haft í hinni þrengri merkingu þess („gos- móberg", „brúngrýti"), þ. e. aðeins um molaberg til orðið úr basískum, glerkenndum og sundurlausum gosefnum, sem hafa límzt saman í fremur lina steypu og iitazt brún við ummyndun glersins í palagónít. Þessi bergtegund ásamt áður nefndu blágrýt- isívafi er afar útbreidd liér á landi á þremur stórum svæðum, mó- bergssvœðunum. Þau eru: eitt á Mið-Suðurlandi, það sem hér er um að ræða, annað á Reykjanesskaga og allt til Langjökuls, og hið þriðja og stærsta nær um allt Ódáðahraun og mikinn hluta Þingeyjarsýslna. Víðast hvar á móbergssvæðunum hér á landi er blágrýtisívaf móbergsfjallanna nægilegt til þess, að blágrýtissteinar eru aðalefnið í urðum og skriðum; og í melum (sem eru ruðningur ísaldaijökla) og áreyrum er nærri liver hnullungur og vala úr blágrýti. Þetta stafar vitanlega af því, að við veðrun molnar móbergið fljótlega niður í dust, sem rýkur eða skolast burt, og móbergssteinar slitna fljótt upp til agna í flutningi með vatni eða jökli; en það lausagrjót, sem springur úr blágrýtisklöppum, endist miklu betur í flutningi en móbergssteinar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.