Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 54
196 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um Flóðatangalaxinn, en bætir við, að hann hafi veiðzt í svokall- aðri Sandskarðalögn í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og enn- fremur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hali veitt laxinn um 1880. Kjartan Bergmann, sonur annars sögumanns ofannefndra manna, telur laxinn hafa vegið 64 pd og er Jósep Björnsson á Svarfhóli sammála Kjartani um þyngdina. Kjartan segir einnig frá því eftir föður sínum, Guðjóni Kjartanssyni, bónda á Flóðatanga, að stóri laxinn hafi veiðzt á búskaparárum Ásmundar Þórðarsona á Flóða- tanga, en Ásmundur bjó þar á árunum 1840—1862. Kjartan telur, að Ásmundur hafi veitt laxinn eða Björn sonur hans, er síðar bjó á Svarfhóli í Stalholtstungum. Þá hefur Kristján bóndi Fjeldsteð í Ferjukoti það eftir Sigurði Fjelsteð, föður sínum, að Flóðatanga- laxinn hali vegið 120 merkur eða 60 pd. Hvort heldur, að þyngd laxins hafi verið 60, 64, eða 70 pd, þá er Flóðatangalaxinn stærsti lax, sem sögur fara af, að veiðzt hafi hér á landi. Árið 1895 veiddist 45 pd lax í ádrátt í Laxá í Þingeyjarsýslu frá Nesi. Þorgrímur Pétursson bjó þá í Nesi, en Sigurður Guðmunds- son og Jakob Þorgrímsson veiddu laxinn í Vitaðsgjafa. Steingrím- ur bóndi Baldvinsson í Nesi og Karl Sigurðsson, bóndi á Knúts- stöðum í Aðaldal, liafa sagt mér frá þessum laxi. Sigurður Sigurðsson, bóndi að Núpum í Aðaldal, segir í bréfi 1957 til Sæmundar Stefánssonar, stórkaupmanns, frá stórum laxi, sem fannst dauður í Laxá í Aðaldal á jóladag 1929. Laxinn var nál. 123 cm að lengd frá trjónu og altur að sporði eða 132—133 cm, ef sporðlengdinni er bætt við eftir því, er Sigurður telur. Sigurð minnir, að Laxinn hafi vegið 36 pcl. Lax þessi hefur verið milli 40—49 pd nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að hann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því, að hann gekk í ána. Er líklegt, að um liali verið að ræða einn af fjórum stærstu löxun- um, sem á land hafa komið hér. Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt um þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd og fékkst fyrir um 40 árum í lögn, sem kölluð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arnbjarnarson og Símon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir lieimildarmaður minn um þennan lax. 38i/2 pd lax fékk Kristinn Sveinssonn á stöng í Hvítá hjá Iðu í júní 1946. Laxinn var 115 cm á lengd og 70 cm að ummáli. Þann 7. september 1952 veiddi Víglundur Guðmundsson lax, hæng, á stöng

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.