Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 39
DÝRASVIFIÐ f SJÓNUM 181 sérstakan átuvísi, sem skipið dregur á eftir sér á fullri feið. Tæki þetta er mikið notað af skozkum haffræðingum og hefur það gefið góða raun. Rannsóknir þessar eru gerðar í samvinnu við hafrann- sóknarstöðina í Edinborg og eru liður í úthafsrannsóknum stöðv- arinnar. Rannsóknirnar hefðu þó aldrei komizt á fót, ef ekki hefði notið fyrirgreiðslu Eimskipafélagsins og skipsmanna á „Trölla- fossi.“ Eins og nefnt var í upphafi er rauðáta ein aðalfæða ýmissa nytja- fiska, t. d. síldarinnar, og má því álykta, að mesta von sé síldar, þar sem átunnar verður aðallega vart. Á Fiskideild hefur verið athug- að sambandið milli átumagnsins og síldveiðanna. Þótt ljóst sé, að þessa sambands verði síður vart í lélegum síldarsumrum en góðum, hefur greinilega komið í ljós, að náið samband er milli átusvæð- anna og síldarinnar. Athuganir hafa yfirleitt sýnt, að á fyrri hluta síldveiðitímans finnst mest átumagn á vestursvæðinu, en þegar líð- ur á veiðitímann færast átusvæðin austar. Oft hafa fundizt mikil átusvæði djúpt í hafi, en þau liafa jafnan verið norðan sjálfs veiði- svæðisins. Þótt segja megi, að á undanförnum síldarleysisárum hafi yfir- leitt ekki verið sérstaklega mikið um rauðátu á síldarmiðunum norðanlands, hefnr þó verið mikið um átu á einstökum tímum. Svo var t. d. sumarið 1948, fyrri hluta sumars 1949, 1951 og 1956. Átan er á engan hátt jafndreifð lárétt í yfirborðslögunum. Á sumrin er venjulega um átuhámörk að ræða eða átuflekki, þar sem átan er mög þétt, en mun dreifðari utan átuhámarkanna. Þetta fyrirbrigði er afar algengt á Norðurlandsmiðum á sumrin. Átu- hámörkin hafa verið skýrð á ýmsa lund, en þau munu í aðalatrið- um eiga rót sína að rekja til hringiða, sem myndast af sjávarstraum- um. Slíkar straumiður eru algengar á straummótum og þar, sem straumur gengur meðfram vogskornu landgrunni eins og er út af Norðurlandi. í slíkum hringiðum sópast átan saman, og þar verð- ur átuhámark eða átuflekkur. Þessi átuhámörk eru undirstaða síld- artorfanna. Væri átan jafndreifð í yfirborðslögunum, væri síldin strjál, en með átuhámörkunum eru sköpuð skilyrði fyrir torfu- myndun síldarinnar. Reynslan er þá einnig sú, að síldin þjappast saman við átuhámörkin, þannig að mesta veiðin verður að jafnaði þar, sem átuhámörkin hafa myndast. Átan er heldur ekki jafn- dreifð lóðrétt. Hún kemur upp á kvöldin, er nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina og gengur svo dýpra við dögun, heldur sig í ein-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.