Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 12
6
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
(1946), sem telur móberg allt eins geta myndazt á jökullausu landi
og valdi eiginleikar kvikunnar sjálírar mestu um gerð bergsins, en
ekki ytri aðstæður. — En um myndun móbergslandslagsins, „stapa“
og „hryggja", var misgengiskenning þeirra Recks, Sonders o. fl., enn
aðgengilegasta skoðunin, sem fram hafði komið. Sú kenning var
þó og er enn ósönnuð. Aldrei liefur verið sýnt fram á það um
nokkurn stapa, að hinar háu og bröttu hlíðar þeirra séu misgengis-
stallar, enda ekki greitt aðgöngu, þar sem neðanverðar hlíðarnar
eru nær alls staðar liuldar skriðu og auk þess þekja ung hraun
langvíðast jafnlendið fast upp að brekkurótum.
Stapakenningin.
Sumarið 1941 fékkst ég við jarðfræðirannsóknir í Árnessýslu og
komst þá — einkum við athugun á Hlöðufelli og Skriðunni — að
raun um, að þriðji möguleikinn væri einnig til um myndun fjalla
af þessari gerð: sá, að þau hefðu hlaðizt upp ofan á óhaggaðan berg-
grunninn, sem myndar undirlag þeirra og liinna ungu myndana
umhverfis þau. Þetta á raunar við um eldfjöll yfirleitt. En til að
skýra hina sérstöku berggerð og lögun stapanna, sem um hvort
tveggja eru ólíkir öðrum eldfjöllum, varð að gera ráð fyrir sér-
stökum aðstæðum við upphleðslu þeirra. Skýringin er í sem stytztu
máli á þessa leið:
Eldgosin, sem hlóðu upp stapana, komu upp undir þykkum
jökli, bræddu hvelfingu upp í ísinn og síðan geil upp í gegnurn
hann. Vegna snöggrar kælingar í leysingarvatninu storknaði basalt-
kvikan í bólstraberg og glerkennda gosmöl (efni í móberg). ísveggir
héldu að þessum gosefnum á allar hliðar og komu í veg fyrir að
þau dreifðust. En þar kom, að geilin fylltist upp fyrir vatnsborð
af gosbergi, sem myndaði einangrandi kraga utan um gosopið, milli
gjósandi kviku og bráðnandi íss. Við þetta breyttist gosið úr þeyti-
gosi (sprengigosi) í flæðigos, m. ö. o. úr öskugosi í hraungos, og
lög úr venjulegu hrauni breiddust yfir móbergssökkulinn og mynd-
uðu jafnvel dyngju yfir honum. Þar með var fullmyndað fjall af
stapagerð.
Upphleðslukenningin — í þeirri mynd, sem hér var frá sagt —
kom fyrst fram opinberlega í riti mínu um jarðfræði Árnessýslu í
1. bindi Árnesinga sögu 1943 (bls. 105, 108 og 114—117). Þar er