Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 12
6 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN (1946), sem telur móberg allt eins geta myndazt á jökullausu landi og valdi eiginleikar kvikunnar sjálírar mestu um gerð bergsins, en ekki ytri aðstæður. — En um myndun móbergslandslagsins, „stapa“ og „hryggja", var misgengiskenning þeirra Recks, Sonders o. fl., enn aðgengilegasta skoðunin, sem fram hafði komið. Sú kenning var þó og er enn ósönnuð. Aldrei liefur verið sýnt fram á það um nokkurn stapa, að hinar háu og bröttu hlíðar þeirra séu misgengis- stallar, enda ekki greitt aðgöngu, þar sem neðanverðar hlíðarnar eru nær alls staðar liuldar skriðu og auk þess þekja ung hraun langvíðast jafnlendið fast upp að brekkurótum. Stapakenningin. Sumarið 1941 fékkst ég við jarðfræðirannsóknir í Árnessýslu og komst þá — einkum við athugun á Hlöðufelli og Skriðunni — að raun um, að þriðji möguleikinn væri einnig til um myndun fjalla af þessari gerð: sá, að þau hefðu hlaðizt upp ofan á óhaggaðan berg- grunninn, sem myndar undirlag þeirra og liinna ungu myndana umhverfis þau. Þetta á raunar við um eldfjöll yfirleitt. En til að skýra hina sérstöku berggerð og lögun stapanna, sem um hvort tveggja eru ólíkir öðrum eldfjöllum, varð að gera ráð fyrir sér- stökum aðstæðum við upphleðslu þeirra. Skýringin er í sem stytztu máli á þessa leið: Eldgosin, sem hlóðu upp stapana, komu upp undir þykkum jökli, bræddu hvelfingu upp í ísinn og síðan geil upp í gegnurn hann. Vegna snöggrar kælingar í leysingarvatninu storknaði basalt- kvikan í bólstraberg og glerkennda gosmöl (efni í móberg). ísveggir héldu að þessum gosefnum á allar hliðar og komu í veg fyrir að þau dreifðust. En þar kom, að geilin fylltist upp fyrir vatnsborð af gosbergi, sem myndaði einangrandi kraga utan um gosopið, milli gjósandi kviku og bráðnandi íss. Við þetta breyttist gosið úr þeyti- gosi (sprengigosi) í flæðigos, m. ö. o. úr öskugosi í hraungos, og lög úr venjulegu hrauni breiddust yfir móbergssökkulinn og mynd- uðu jafnvel dyngju yfir honum. Þar með var fullmyndað fjall af stapagerð. Upphleðslukenningin — í þeirri mynd, sem hér var frá sagt — kom fyrst fram opinberlega í riti mínu um jarðfræði Árnessýslu í 1. bindi Árnesinga sögu 1943 (bls. 105, 108 og 114—117). Þar er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.