Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
7
hún að vísu aðeins sett £ram sem tilgáta, er sé þó ekki ósennilegri
en hinar eldri kenningar, um rof og misgengi. Ég tók þá upp á því
að kalla þessa fjallgerð stapa, og verður þeirri nafngift varla breytt
úr því senr komið er, þó að ekki sé hún góð. — Raunar á framan-
greind skýring á myndun stapanna að minni skoðun einnig við um
móbergshryggina. Munur þessara tveggja eldfjallagerða stafar að-
eins af mismunandi lögun gosopsins. í hryggjunum er það sprunga
að endilöngu (á ensku linear vent), en í stöpunum nær því að vera
sívöl pípa í miðju fjallinu (central vent). Af þessum sökum urðu
hryggir yfirleitt lægri fjöll en stapar, uxu sjaldnast upp úr jökul-
breiðunni, og vantar því hraunhettuna á þá flesta (Guðm. Kj. 1957).
Fjórum árum eftir útkomu Árnesinga sögu skýtur upphleðslu-
kenningin aftur upp kollinum og að þessu sinni vestur á Kyrra-
hafsströnd Kanada. Þarlendur jarðfræðingur, W. H. Mathews, set-
ur frarn nokkurn veginn sömu skýringu á myndun kistulaga mó-
bergsfjalla með flötum basaltkolli í British Columbia og ég hafði
áður sett fram um íslenzku stapana, en þar vestra eru fjöll af þess-
ari gerð nefnd tnyas. Og hann lét ekki þar við sitja, heldur gat þess
einnig til, að íslenzkir stapar, sem hann þekkti þó þá aðeins a£
ritum þeirra Nielsens og Noe-Nygaards, séu sams konar myndanir,
og nefndi þar til Búrfell, Bláfjall, Sellandafjall og Herðubreið í
Ódáðahrauni (Mathews 1947).
Sumarið 1950 voru hollenzkir jarðfræðingar R. V. van Bemmelen
og M. G. Rutten að rannsóknum í Ódáðahrauni og rituðu síðan
um þær allmikla bók, Tablemountains of Northern Iceland, sem
konr út í Leiden 1955. Þeir komust þar í aðalatriðum að sömu
niðurstöðu um myndun Jressarar fjallgerðar senr ég í Árnessýslu og
Mathews í British Columbia.
Það er fullvíst, að Matlrews hafði enga spurn af athugunum mín-
um og niðurstöðunr í Árnessýslu, þegar hann setti franr upplrleðslu-
kenningu sína, Jrví að nnr þær hafði ég Jrá ekkert birt nenra á ís-
lenzku, en hann aldrei til íslands komið.
Eins virðist Jressu farið um Jrá Bemmelen og Rutten, Jrví að í
lrók Jreirra er hvergi vitnað í Árnesinga sögu, senr kom þó út tólf
árunr áður og sjö árunr áður en þeir ferðuðust hér við rannsóknir.
Og í Jreirri ferð Iröfðu Jreir vissulega samband við íslenzka jarð-
fræðinga, senr var vel kunnugt unr upphleðslutilgátu mína. Þar á
nreðal voru Sigurður Þórarinsson, sem Jreir Jrakka í bókarinngangi