Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 18
12
NÁTTÚRUFRÆÐI N G U RJ N N
stöðvunum. En það er skemmst frá að segja, að í skýrslum sjónar-
votta er ekkert, sem bendir til, að stapi eða fjall af nokkru tagi
hafi hlaðizt upp í jöklinum og því síður upp í gegnum hann.
Grímsvötn eru enn dalur, en ekki fjall, þrátt fyrir margendurtekin
gos á síðustu öldum.
Þrátt fyrir þessa annmarka stapakenningarinnar liefur mér jafnan,
síðan mér datt hún fyrst í hug, þótt hún sennilegasta skýringin á
myndun móbergsfjallanna og styrkzt í þeirri trú við nýjar atliug-
anir mínar og annarra. Loksins eftir athuganir mínar á eldfjallinu
Leggjabrjót á Kili sumurin 1958—61 áræddi ég að telja kenninguna
sannaða. Bæði að berggerð og landslagi er Leggjabrjótur dæmiger
stapi, basaltdyngja á bröttum bólstrabergs- og móbergssökkli, en
hefur það fram yfir aðra stapa, að hann er bersýnilega hlaðinn ofan
á óhaggaðan berggrunn; og strandlínur bæði í hlíðum hans og
víðar á Kili sýna, að bæði fyrir og eftir myndun fjallsins var þar
meira en 100 m djúpt vatn, sem ekkert annað en jökull gat stíflað
upp í þá hæð. En myndun þessa yngsta (eða næstyngsta) stapa á
Islandi hef ég fyrir skömmu skýrt í þessu riti, og skal það nú ekki
endurtekið (Guðm. Kj. 1964).
Sama dag og ég gekk frá þeirri ritgerð til prentunar, ]). e. 4. apríl
1964, rann loks sú langþráða aktúalistíska stoð undir stapakenn-
inguna, sem bæði ég og aðrir jarðfræðingar höfðum þá gert okkur
nokkrar vonir um: Eldgosið í Surtsey breyttist úr þeytigosi í flæði-
gos.
Surtsey ofansjávar.
Hér verður ekki rakin sagan af Surtseyjargosinu, heldur aðeins
drepið á fá meginatriði, sem skýra myndun stapafjalla ljósara en
þau verksummerki, mörg þúsund ára gömul, sem til þessa hefur
orðið að styðjast við eingöngu. Um sögu þessa stórkostlega og fá-
dæma fróðlega náttúruviðburðar skal að öðru leyti vísað til rita
þeirra Sigurðar Þórarinssonar (1965) og Þorleifs Einarssonar (1965)
og kvikmyndar Ósvalds Knudsens („Surtur fer sunnan“). — Sjálfur
hef ég stundað rannsóknir á Surtsgosinu helzt til slælega, aðeins
þrisvar stigið þar fæti á land (16. apríl, 1. ág. og 10. des. 1964), og
er orsök þeirrar vanrækslu öll önnur en áhugaleysi.
Þeytigosið í Surti stóð yfir með litlum hvíldum og litlum til-