Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐI N G U RJ N N stöðvunum. En það er skemmst frá að segja, að í skýrslum sjónar- votta er ekkert, sem bendir til, að stapi eða fjall af nokkru tagi hafi hlaðizt upp í jöklinum og því síður upp í gegnum hann. Grímsvötn eru enn dalur, en ekki fjall, þrátt fyrir margendurtekin gos á síðustu öldum. Þrátt fyrir þessa annmarka stapakenningarinnar liefur mér jafnan, síðan mér datt hún fyrst í hug, þótt hún sennilegasta skýringin á myndun móbergsfjallanna og styrkzt í þeirri trú við nýjar atliug- anir mínar og annarra. Loksins eftir athuganir mínar á eldfjallinu Leggjabrjót á Kili sumurin 1958—61 áræddi ég að telja kenninguna sannaða. Bæði að berggerð og landslagi er Leggjabrjótur dæmiger stapi, basaltdyngja á bröttum bólstrabergs- og móbergssökkli, en hefur það fram yfir aðra stapa, að hann er bersýnilega hlaðinn ofan á óhaggaðan berggrunn; og strandlínur bæði í hlíðum hans og víðar á Kili sýna, að bæði fyrir og eftir myndun fjallsins var þar meira en 100 m djúpt vatn, sem ekkert annað en jökull gat stíflað upp í þá hæð. En myndun þessa yngsta (eða næstyngsta) stapa á Islandi hef ég fyrir skömmu skýrt í þessu riti, og skal það nú ekki endurtekið (Guðm. Kj. 1964). Sama dag og ég gekk frá þeirri ritgerð til prentunar, ]). e. 4. apríl 1964, rann loks sú langþráða aktúalistíska stoð undir stapakenn- inguna, sem bæði ég og aðrir jarðfræðingar höfðum þá gert okkur nokkrar vonir um: Eldgosið í Surtsey breyttist úr þeytigosi í flæði- gos. Surtsey ofansjávar. Hér verður ekki rakin sagan af Surtseyjargosinu, heldur aðeins drepið á fá meginatriði, sem skýra myndun stapafjalla ljósara en þau verksummerki, mörg þúsund ára gömul, sem til þessa hefur orðið að styðjast við eingöngu. Um sögu þessa stórkostlega og fá- dæma fróðlega náttúruviðburðar skal að öðru leyti vísað til rita þeirra Sigurðar Þórarinssonar (1965) og Þorleifs Einarssonar (1965) og kvikmyndar Ósvalds Knudsens („Surtur fer sunnan“). — Sjálfur hef ég stundað rannsóknir á Surtsgosinu helzt til slælega, aðeins þrisvar stigið þar fæti á land (16. apríl, 1. ág. og 10. des. 1964), og er orsök þeirrar vanrækslu öll önnur en áhugaleysi. Þeytigosið í Surti stóð yfir með litlum hvíldum og litlum til-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.