Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 19
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
13
brigðum hátt á fimmta mánuð, frá 14. nóv. 1963, er það konr íyrst
upp úr sjó, frarn til 4. apríl 1964. Allan þenna tínra var framleiðsla
gossins mjög smáger gosmöl, langmest basaltaska. Ur þessu efni
lrlóðst upp eldfjallið Surtsey á gosstöðvunum unr 175 m lrátt yfir
sjávarmál. En rætur þcss fjalls liggja allt að 130 m undir sjávarmáli,
svo að raunveruleg Iræð þess er um 300 m. Ekki er greitt aðgöngu
að athuga gerð bergsins í neðansjávarsökkli Surtseyjar, og látum
við hana enn unr sinn liggja milli hluta. En allt það, sem upp úr
stóð í aprílbyrjun 1963, er fínt, lagskipt túff, óharðnað að kalla,
en þó nógu fast í sér til að standa uppi í þverhníptu stáli, þar sem
brim brýtur af ströndinni. Gerð túffsins er að kalla hin sanra og í
suðurfellum Heimaeyjar í Vestmannaeyjum (þ. e. Sæfjalli, Ker-
víknrfjalli og Litlhöfða), og er henni vel lýst í ritum Trausta Ein-
arssonar (1943 og 1948). Bæði í Surtsey og Heimaey má finna brot
af skeljum sjódýra í túffinu, sum laus, en sum í aðkomusteinum,
sem eldgos hefur brotið úr berglögum undir sjávarbotni. F.ini
verulegi munurinn er sá, að túflið í Heimaey er, a. m. k. sums
staðar, mun harðara fyrir elli sakir. I fyrri grein sinni telur Trausti
það ekki eiginlegt túff, heldur set skriðjökuls eða borgaríss á hafs-
botni. í hinni síðari fellst hann á, að þetta nnmi gosmyndun, en
þó á hafsbotni, og er sú skoðun eflaust nær sanni. En eftir reynsluna
af Surtsey er engin ástæða til annars en telja allt þetta túff myndað
ofansjávar.
Túffið í Surtsey hefur ekki enn orðið að móbergi eða a. m. k.
ekki sá hluti þess, sem liggur á yfirborði og unnt er að atliuga. En
það er efni í móberg, og ekki skulum við fortaka, að raunverulegt
móberg finnist í þeim hluta jress, sem nú á síðustu misserum hefur
grafizt undir þykku, heitu hrauni niðri í heitu jarðvatni, sem auk
sjávarseltunnar er mettað auðleystum og áleitnum sýrum goskvik-
unnar. Ég er með öllu ófróður um, hve langan tíma ummyndun
basaltglers í mógler (palagónítísering) tekur við slík skilyrði, eu
ætla, að hann kunni að vera stuttur.
Langoftast meðan á þeytigosinu stóð (14. nóv. 1963 — 4. apríl
1964) flæddi sjór inn í gosgíg Surtseyjar. Þó bar svo við hvað eftir
annað, einkum er á leið, að túffhringurinn lokaðist ofansjávar
utan um gígopið. Þegar svo stóð á, sást meiri glóð í gosstólpanum
en ella. Sú glóð stafaði af bráðnum kvikuslettum, sem væntanlega
hafa storknað í gjall og klepra. Þessar breytingar í háttum gossins,