Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 28
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þaðan nokkurn veginn skemmstu leið og undan mestum halla til
sjávar. En þar þverbeygði liann til hægri samsíða ströndinni og
mjakaðist í þá átt á að gizka 50—100 m veg. Á þessum kafla, neðan
við beygjuna, var hraunállinn orðinn mjög storkinn á yfirborði,
svo að hann glóði aðeins á blettum, enda mjög hægfara og naum-
ast merkjanleg hreyfing á honum allra fremst. Yfirborð hans sýndist
hallalaust eða því sem næst og aðeins fáeinum metrum ofar sjávar-
borði, svo að brimskvettur gengu þar yfir. Því var líkast sem
hraunið kynokaði sér við að renna undan brattanum niður í djúp-
ið. Verður að ætla, að hinn ytri (vinstri) jaðar þessa hrauntaums
hafi hraðstorknað af snertingu við sjóinn og staðið eins og stíflu-
garður við kvikunni fyrir ofan. Ef til vill ýtti hún honum eitthvað
fram, ofurhægt eða í smárykkjum, þó að ekki gæti ég greint það.
En það bar við, að glóandi kvikutotur teygðust fram yfir stífluna
og hurfu í brimið og stórkostlega gufubólstra, sem þarna hnykluð-
ust upp í sífellu, og sló á þá eldbjarma í næturhúminu.
í sömu ferð laust eftir miðnætti lónaði varðskipið „Albert“ með
okkur Surtseyjarfara skammt undan suðvesturströnd eyjarinnar, þar
sem hraunrennslið var hvað mest út í sjó. Þá var ekki að sjá, að
hraunið hægði verulega á sér né sveigði með ströndinni þar sem
það kom í sjóinn, heldur virtist það belja beint út. Vegna rökkurs
og mjög takmarkaðs skyggnis af völdum gufubólstra gat ég ekki
gengið úr skugga um, hvort þarna var um að ræða þann hraun-
straum, sem fyrr var getið og mér hafði fyrir stundu orðið starsýnt
á ofan af eynni, eða annan litlu austar. Hafi þetta verið sama hraun-
ið, var það nú orðið breytt, ytri jaðarinn ef til vill brostinn. Þar
sem hraunið féll í sjóinn, rak hver sprengingin aðra. Hraunflygs-
ur, flestar svartar, en sumar rauðglóandi síur, þeyttust þar í loft
upp, stundum í samfelldum strókum, á að gizka um 30 m háum.
Þetta líktist raunverulegu eldgosi, en var efalítið aðeins gervigos
úr hraunflóðinu. Til að sjá virtust mér þessar sprengingar eiga sér
stað fast við strandlínuna, en þó eindregið heldur utan við hana,
neðansjávar. Að því leyti var þetta gervigos ólíkt þeim, sem hinir
alkunnu gervigígar í hraunum hér á landi vitna um, en þó vænt-
anlega af sömu völdum: sprengþenslu innibyrgðrar vatnsgufu und-
ir glóheitu hrauni.
Hinn 13. sept. 1964 var ég staddur á strandferðaskipinu „Herj-
ólfi“ á sömu slóðum undan strönd Surtseyjar og sá flest hin sömu