Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 30
24 NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN móberg ofan á. En mót þessara bergtegunda eru víðast óreglulegur flötur og liggja mishátt, jafnvel í hlíðum eins fjalls. 1 Bláfelli við Hvítá er þessu eins farið ({ suðurhlíðinni; en að norðan virðist móbergið ná niður að fjallsrótum). En sá er þó mun- ur á, að Bláfell er stapi, og hæst á því liggur þykkur grágrýtisskjöld- ur yfir móberginu. I hlíðum Leggjabrjóts við Hvítárvatn sér lítið á fast berg fyrir urð og skriðu neðan við hina hvössu brún dyngjuhraunsins (6.-7. mynd), en allra neðst, við vatnsborðið, ern þó klettar úr bólstra- bergi. Enn fremur má finna greinileg brot úr bólstrum (með gler- skorpu á úthliðinni) uppi í skriðunum — og vott af móbergi. Sú meginafstaða bólstrabergs og móbergs, sem hér voru til tínd dæmi um, bendir til atburðarásar sem hér segir: E Við uppkomu basaltkviku undir þykkum jökli storknar hún í bólstraberg. Hinn ytri þrýstingur leysingarvatns og fljótandi jök- uls ásamt þeim eiginleikum vatnsins að þétta og taka í sig alla vatnsgufu og raunar fleiri rokgjörn efni, um leið og þau skiljast frá kvikunni, kemur í veg fyrir sprengingar. Ekkert gos kemur upp úr jöklinum, en hann bráðnar að neðan, bólstrabergsgúll vex upp í hvelfinguna, sem þannig myndast, fulla af vatni. 2. Hinn ytri þrýstingur á yfirborð þess gúls minnkar um h. u. b. eina loftþyngd (eða eitt bar) við hverja 10 m, sem það færist ofar í vatninu. Á vissu dýpi hættir hann að vega á móti hinum innra þrýstingi (kvikugasanna) — og sprengingar hefjast, m. ö. o. þeytigos. Væntanlega er jökullinn oftast ltráðnaður í sundur áður en þessu stigi er náð, svo að hin fyrsta sýnilega gosbyrjun hefst upp úr vatni fremur en jökli. 3. Þeytigosið þekur bólstrabergsgúlinn með gosmöl, sem er efni í móberg. Hún hleðst jafnvel hátt upp úr vatninu, og — ef um myndun stapa er að ræða — einangrar hún gígopið nægilega frá því, til að gosið breytist í flæðigos, sem hleður upp hraundyngju á fjallskollinum. 4. Um leið og dyngjan hækkar færast biirð hennar einnig út til allra hliða. Þar lenda hraunflóðin annaðhvort á jökulís eða í vatni. Er þá þrennt (eða fernt) til um afdrif þeirra: a) Þau flæða út yfir ísinn; en sá hluti þeirra hlýtur að brotna frá og annaðhvort berast burt með skriði jökulsins eða síga niður um leið og hann bráðnar undan þeirn. — b) Þau bræða sig niður úr ísnum og hlaðast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.